fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Fókus

MK ræður heimsfrægan rappara

Stór áfangi í sögu skólans – Rapparinn Ilovemakonnen hlakkar til að koma til Íslands

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 30. apríl 2017 10:00

Stór áfangi í sögu skólans - Rapparinn Ilovemakonnen hlakkar til að koma til Íslands

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í næstu viku fagnar Menntaskólinn í Kópavogi (MK) einum stærsta áfanga í sögu sinni. Stjórn nemendafélags skólans hefur í samstarfi við skólastjórn komið því til leiðar að rappstjarnan Ilovemakonnen komi til að spila á lokaballi skólans, hinn 4. maí næstkomandi. Félagslífið í MK hefur notið meðbyrjar allt þetta skólaár en nær nú hápunkti sínum með komu rapparans.

Vann með Drake

Ilovemakonnen er bandarískur tónlistarmaður frá fylkinu Georgiu og er meðal þeirra stærstu á sínu sviði í heiminum. Hann skaust upp á stjörnuhimininn árið 2014 með laginu Tuesday og hefur verið þar síðan. Lagið framleiddi hann með starfsbróður sínum Drake, sem er einn allra vinsælasti tónlistarmaður heims í dag, og hefur það hlotið tæplega 150 milljónir í áhorf á YouTube.

Blaðamaður DV spjallaði í vikunni við fjóra stráka úr MK sem hafa staðið fyrir skipulagningu ballsins. Það eru þeir Hrafn Ágúst ­Björnsson, Guðlaugur Þór Ingvason, Andri Sveinn Ingólfsson og Samúel Patrik O’Neill. Allir eru þeir í stjórn nemendafélags MK að Samúel undanskildum, sem er formaður skemmtinefndar skólans.

Vinsældir Ilovemakonnen hafa aukist ár frá ári. Hann kemur fram á lokaballi MK þann 4. maí næstkomandi.
Á uppleið Vinsældir Ilovemakonnen hafa aukist ár frá ári. Hann kemur fram á lokaballi MK þann 4. maí næstkomandi.

Vanur fleiri áhorfendum

Ilovemakonnen hefur trúlega aldrei komið fram á eins fámennum viðburði og á lokaballi MK.
„Fyrir skömmu spilaði hann fyrir 150 þúsund manns á tónlistarhátíðinni Ultra í Miami,“ segir Guðlaugur og bætir því við að þetta sé nýlunda fyrir hann. „Hann ­hefur sjálfur mikinn áhuga á að heimsækja Ísland,“ segir Samúel. „Hann lendir nokkrum dögum fyrr og ­ætlar að skoða landið á eigin vegum fram að ballinu,“ skýtur Hrafn síðan inn í.

Ákveðin áhætta

Er það flókið ferli að flytja inn svona frægan tónlistarmann?
„Þetta er alltaf töluverð fyrir­höfn að finna fólk til að koma fram en sérstaklega núna, þar sem þetta er mjög stórt stökk. Það er ákveðin áhætta sem fylgir því að ráða svona dýran tónlistarmann þannig að það var svolítið erfitt að sannfæra skólastjórnina – en það hafðist þó að lokum,“ segja strákarnir.

Þeir hafa staðið í stórræðum við skipulagningu ballsins frá því í janúar. Fyrst útbjuggu þeir lista yfir alla listamenn sem þeim leist vel á og hófu því næst að setja sig í samband við þá, einn af öðrum.

Þeir Guðlaugur, Samúel, Andri og Hrafn höfðu sérstakan áhuga á að fá Ilovemakonnen til landsins og voru lánsamir að sá áhugi skyldi vera gagnkvæmur. Valið féll vel í kramið meðal flestra nemenda skólans sem bíða þess nú með óþreyju að ljúka skólaárinu með reisn á einum merkasta viðburði í sögu MK.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Stórbrotið atvik í Pallborði Vísis – „Þetta er fáránleg spurning“

Stórbrotið atvik í Pallborði Vísis – „Þetta er fáránleg spurning“
Fókus
Fyrir 2 dögum

MeToo-byltingin nötrar eftir sláandi bakslag – Verður Weinstein laus allra mála?

MeToo-byltingin nötrar eftir sláandi bakslag – Verður Weinstein laus allra mála?
Fókus
Fyrir 2 dögum

Tók mynd af sér með nýfæddum syninum en það var mamman í bakgrunninum sem stal senunni

Tók mynd af sér með nýfæddum syninum en það var mamman í bakgrunninum sem stal senunni
Fókus
Fyrir 2 dögum

Segja þessa fæðu ekkert hafa með íslenska karlmennsku að gera – „Ertu maður eða mús?“

Segja þessa fæðu ekkert hafa með íslenska karlmennsku að gera – „Ertu maður eða mús?“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Prófaðu þetta næst þegar þú getur ekki sofið vegna fótapirrings

Prófaðu þetta næst þegar þú getur ekki sofið vegna fótapirrings
Fókus
Fyrir 3 dögum

Fékk fyrsta ofsakvíðakastið árið 2021 – „Þetta er versta tilfinning sem ég hef upplifað“

Fékk fyrsta ofsakvíðakastið árið 2021 – „Þetta er versta tilfinning sem ég hef upplifað“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Margrét Friðriks tekur upp nýtt nafn – „Finnst það koma með ferskan blæ inn ì mitt líf“

Margrét Friðriks tekur upp nýtt nafn – „Finnst það koma með ferskan blæ inn ì mitt líf“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Þjáningar Sævars – Nýtt lag og fjársöfnun

Þjáningar Sævars – Nýtt lag og fjársöfnun