fbpx
Fimmtudagur 02.maí 2024

Íslensk kona hneyksluð á framkomu hjartalæknis: „Þú verður að koma þér í þitt besta form svo maðurinn þinn fái aftur glit í augun“

Ritstjórn Bleikt
Þriðjudaginn 4. júní 2019 21:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslensk kona, sem vill ekki láta nafn síns getið, hefur gefið Bleikt leyfi til að birta pistil sem hún skrifaði fyrir nokkrum dögum. Í pistlinum rekur hún samskipti sín við hjartalækni sem eru ekki til fyrirmyndar að hennar sögn. Eins og hún lýsir sjálf stundinni þegar hún steig út af læknastofunni: „Mér sárnaði, ég varð reið, ég meira að segja grét smá.“

Konan vill birta pistilinn opinberlega til að opna umræðuna um hvernig læknar leyfa sér að tala við sjúklinga sem passa ekki í staðalímyndina um grannt og heilbrigt fólk. Við gefum konunni orðið.

Já, ég er of þung, já, ég þarf að hreyfa mig meira til að verða heilbrigðari, já, ég þarf að passa betur hvað ég borða til að verða heilbrigðari, já, ég þarf að hugsa betur um mig til að verða heilbrigðari. Ég er ekki í neinni afneitun á mínu líkamsástandi og þoli það alveg að bent sé á að ég þurfi að hreyfa mig meira og passa uppá mataræðið – líka frá læknum.

Ég elska mig og maðurinn minn elskar mig.

Hvert er ég að fara með þetta?

Jú, ég fór til hjartalæknis í morgun þar sem ég er búin að vera með miklar hjartsláttartruflanir og fór í svokallaðan holter fyrir nokkrum vikum síðan sem mældi hjartsláttinn minn í sólahring.

Ég mæti spennt í tímann og hlakka til að heyra hvaða ráð og lausnir hann hefur fyrir mig. Er að hitta þennan læknir í fyrsta skipti.

Hann lítur á mig og fer yfir þau gögn sem hann hefur í höndunum um mig. Hann spyr mig ekki hvernig ástandið er í dag, hann spyr mig ekki um fjölskyldusögu, hann spyr mig ekki um mína eigin sögu, hann spyr mig ekki að neinu sem snýr að hjartanu mínu eða mínu heilbrigði. Hann fer að tala um mataræði. Hann fer að tala um hreyfingu. Mikilvægi þessa tveggja þátta.

Hann talar um þetta í góðar 20 mínútur. Ég hlusta og tek mark á því sem hann segir. Fer svo smátt og smátt að velta því fyrir mér hvort hann ætli sér ekkert að ræða við mig – spyrja um mitt ástand, sögu og þess háttar.

En mér var svo nóg boðið þegar hann kemur með þessa gullnu setningu – „Þú verður að koma þér í þitt besta form svo maðurinn þinn fái aftur glit í augun þegar hann horfir á þig. Heyrðu svo í mér eftir ár ef þér tekst að komast í form.“

Svo að maðurinn þinn fái aftur glit í augun…. Hvað kemur það hjartalækninum við hvernig maðurinn minn horfir á mig? Og svo á ég að hafa samband við hann eftir ár EF mér tekst að koma mér í form!

Ég varð svo hissa – að ég kom ekki upp einu einasta orði – og ekki á ég erfitt með að svara fyrir mig. Ég þakkaði honum fyrir tímann og labbaði út.

Mér sárnaði, ég varð reið, ég meira að segja grét smá. En sem betur fer er ég það sterk að ég læt þetta ekki hafa áhrif á mig í langan tíma. En hvað ef ég væri það ekki? Hvað ef einhver brotnari en ég fær þessi skilaboð frá þessum lækni.

Ég er þakklát fyrir að vera á þeim stað að taka þetta ekki meira inná mig og er í því ferli að elska mig eins og ég er – læt þetta ekki stoppa mig – þó ég fari ekki aftur að hitta þennan lækni!

Þess má geta að konan hefur sent kvörtun til Landlæknisembættisins vegna málsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 klukkutímum

Nú er komið að því – Einn stærsti fjársjóður Dana verður boðinn upp

Nú er komið að því – Einn stærsti fjársjóður Dana verður boðinn upp
Pressan
Fyrir 4 klukkutímum

Skar höndina af móður sinni til að hann gæti notað fingur hennar til að taka pening út af bankareikningi hennar

Skar höndina af móður sinni til að hann gæti notað fingur hennar til að taka pening út af bankareikningi hennar
Pressan
Fyrir 13 klukkutímum

Óhugnaður í New York: Barnsmorðingi neyddi sex ára son sinn til að reyna að grenna sig á hlaupabretti

Óhugnaður í New York: Barnsmorðingi neyddi sex ára son sinn til að reyna að grenna sig á hlaupabretti
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Lengjudeildin: Fjölnir vann opnunarleikinn gegn Grindvíkingum

Lengjudeildin: Fjölnir vann opnunarleikinn gegn Grindvíkingum
Fókus
Fyrir 14 klukkutímum

Typpið Júmbó var helsta stolt Bandaríkjaforseta – Vippaði því reglulega út og notaði til að þagga niður í blaðamönnum

Typpið Júmbó var helsta stolt Bandaríkjaforseta – Vippaði því reglulega út og notaði til að þagga niður í blaðamönnum
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Vildu að öryggisgæslan myndi fjarlægja útvarpsmanninn: ,,Ættir að skammast þín“ – Sjáðu myndbandið

Vildu að öryggisgæslan myndi fjarlægja útvarpsmanninn: ,,Ættir að skammast þín“ – Sjáðu myndbandið
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Sterklega orðaður við endurkomu til heimalandsins – Gæti kvatt úrvalsdeildina

Sterklega orðaður við endurkomu til heimalandsins – Gæti kvatt úrvalsdeildina

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.