fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024

Tilraun til að drepa maura endaði með ósköpum

Einar Þór Sigurðsson
Miðvikudaginn 22. mars 2017 13:41

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ef þú vilt losna við óvelkomin skordýr af heimili þínu skaltu ekki feta í fótspor hins tuttugu og eins árs gamla David Doucette frá Maine í Bandaríkjunum.

Heiðarleg tilraun Davids til að losna við maura sem höfðu komið sér fyrir í kjallaranum á heimili fjölskyldunnar endaði með ósköpum: Húsið brann nánast til kaldra kola og drápust bæði heimilishundurinn og heimiliskötturinn í eldsvoðanum.

David var einn heima þegar hann ákvað upp á sitt einsdæmi að gera út um maurana. Notaði hann eldspýtur til að bera eld að mauraþyrpingu kjallaranum, en ekki vildi betur til en svo að eldurinn dreifði úr sér á örskotsstund með fyrrgreindum afleiðingum.

David brenndist sjálfur á höndum þegar hann forðaði hann sér út úr húsinu. Að sögn lögreglu var um óheppilegt slys að ræða og verða engir eftirmálar.

Þess má geta að þegar fregnir af brunanum spurðust út meðal íbúa við Old Orchard Beach, þar sem fjölskyldan býr, var sett á stað söfnun til handa fjölskyldunni. Var fjölskyldunni meðal annars úthlutað tímabundnu húsnæði. Þá hafa yfir 12 þúsund Bandaríkjadalir, 1,3 milljónir króna, safnast á aðeins tveimur dögum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 klukkutímum

Söngkona rýfur þögnina – Sögð föst í ástarþríhyrning með móður sinni

Söngkona rýfur þögnina – Sögð föst í ástarþríhyrning með móður sinni
433Sport
Fyrir 2 klukkutímum

Sancho skráði sig á spjöld sögunnar um helgina – „Súrsætt“

Sancho skráði sig á spjöld sögunnar um helgina – „Súrsætt“
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Opinbera hvers vegna Salah og Klopp rifust um helgina

Opinbera hvers vegna Salah og Klopp rifust um helgina
Fréttir
Fyrir 4 klukkutímum

Sigurður Orri nýr framkvæmdastjóri Húseigendafélagsins

Sigurður Orri nýr framkvæmdastjóri Húseigendafélagsins
Eyjan
Fyrir 5 klukkutímum

Segir forsetaframboðið ekki vera viðbrögð við því að leggja eigi starfið hennar niður

Segir forsetaframboðið ekki vera viðbrögð við því að leggja eigi starfið hennar niður
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Brast í grát er hann kvaddi í dag – Myndband

Brast í grát er hann kvaddi í dag – Myndband
Fréttir
Fyrir 6 klukkutímum

Veðrið hefur leikið við höfuðborgarbúa en það breytist um miðja vikuna

Veðrið hefur leikið við höfuðborgarbúa en það breytist um miðja vikuna
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Þetta verður stærsta verkefni Slot hjá Liverpool

Þetta verður stærsta verkefni Slot hjá Liverpool