fbpx
Miðvikudagur 27.ágúst 2025
433Sport

Plús og mínus: Upp með þig

Victor Pálsson
Fimmtudaginn 16. maí 2019 21:07

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Grindavík vann virkilega góðan sigur í Pepsi Max-deild karla í kvöld er liðið fékk KR í heimsókn.

Grindavík skoraði tvö mörk í fyrri hálfleik og reyndist það nóg til að tryggja 2-1 sigur. Björgvin Stefánsson minnkaði muninn fyrir KR í þeim seinni.

Hér má sjá það góða og slæma úr leiknum.

Plús:

Þvílíkur sigur hjá Grindvíkingum! Fyrsta tap KR á árinu en liðið hafði verið óstöðvandi á undirbúningstímabilinu.

Það er alvöru karakter í þessu liði Grindvíkinga. Það eru kannski meiri gæði í öðrum liðum en þeir vilja stig og ná í stig.

Spilamennska Grindvíkinga var oft á tíðum mjög lagleg og þá sérstaklega í fyrri hálfleik. Náðu að búa til mikið pláss.

Pressa KR-inga var veruleg undir lok leiksins en heimamenn héldu þetta út. Misstu ekki hausinn, vel gert.

Mínus:

Þetta eru leikir sem KR þarf að vinna ætli liðið sér titilinn. Voru meira með boltann en sköpuðu ekki nógu mikið.

Það er eins og það þurfi aðeins að hrista upp í þessu hjá KR. Oftar en ekki þá treystir liðið alltof mikið á Óskar Örn.

Seinna mark Grindvíkinga átti aldrei að koma. Pablo Punyed var dæmdur brotlegur innan teigs en sá vítaspyrnudómur var rangur.

Vladimir Tufegdzic ákvað að blekkja dómarann og féll með tilþrifum. Það væru 10 vítaspyrnur í hverjum leik ef þetta er brot. Upp með þig drengur.

Það kom upp ‘panic’ í KR liðinu seint í seinni hálfleiknum. Það var öllu bombað inn í vítateiginn. Það er allt í lagi að taka sinn tíma í hlutina.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Svona er hópur U-21 árs liðsins sem hefur undankeppni EM

Svona er hópur U-21 árs liðsins sem hefur undankeppni EM
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Ítarlegt viðtal við Arnar: Sendir íslensku þjóðinni skilaboð – „Reynum bara að komast á HM“

Ítarlegt viðtal við Arnar: Sendir íslensku þjóðinni skilaboð – „Reynum bara að komast á HM“
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Lögreglumaður skellir fram sleggju – Segir nokkra leikmenn í enska boltanum stunda veðmálasvindl

Lögreglumaður skellir fram sleggju – Segir nokkra leikmenn í enska boltanum stunda veðmálasvindl
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Umdeild kaup eiganda Chelsea gætu dottið upp fyrir

Umdeild kaup eiganda Chelsea gætu dottið upp fyrir
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Þrír létust í mjög alvarlegu slysi – „Hvernig útskýri ég þetta fyrir syni okkar?“

Þrír létust í mjög alvarlegu slysi – „Hvernig útskýri ég þetta fyrir syni okkar?“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Haugur af liðum á eftir Mainoo – Tvö á Englandi þykja líklegust til að hreppa hann

Haugur af liðum á eftir Mainoo – Tvö á Englandi þykja líklegust til að hreppa hann
433Sport
Í gær

Þrír létust í skelfilegu slysi – Þekktur maður þar á meðal

Þrír létust í skelfilegu slysi – Þekktur maður þar á meðal
433Sport
Í gær

Antony að fá draumaskiptin

Antony að fá draumaskiptin