fbpx
Miðvikudagur 27.ágúst 2025
433Sport

Óli K: Hann sagði eitthvað ósæmandi að mati Péturs dómara

Victor Pálsson
Miðvikudaginn 15. maí 2019 21:23

Ólafur Kristjánsson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ólafur Kristjánsson þjálfari FH, viðurkennir að sínir menn hafi átt skilið að tapa leik kvöldsins gegn ÍA.

ÍA fékk FH í heimsókn í fjórðu umferð Pepsi Max-deildar karla og hafði betur, 2-0 á Akranesi.

,,Við fáum á okkur mark mjög snemma og Skagamenn gera það vel á 3 eða 4 mínútu,“ sagði Ólafur við Stöð 2 Sport.

,,Boltinn fer beint í hendurnar á Árna og það kemur Skagamönnum í góða stöðu. Við náðum ekki að herja á þá nógu vel til að jafna.“

,,Svo þegar við vorum að reyna það þá skora þeir annað. Þeir voru betri í þeirra gameplani og þeir unnu þennan leik verðskuldað.“

Pétur Viðarsson fékk beint rautt spjald í síðari hálfleik en hann talaði illa til aðstoðardómara leiksins og spurði hvort hann væri ‘fokking þroskaheftur’.

,,Mér skilst að þetta hafi verið eitthvað ósæmandi að mati Péturs dómara en það er ómögulegt fyrir mig að segja hvað það var. Ég treysti því að sú ákvörðun hafi verið rétt.“

,,Við mættum ekki illa til leiks, við vissum að þeir væru góðir í skyndisóknum og við gefum beint á markmanninn. Við þurfum að laga það.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Myndband: Allt á suðupunkti eftir vont gengi – Ætlaði að vaða í stuðningsmenn í gær

Myndband: Allt á suðupunkti eftir vont gengi – Ætlaði að vaða í stuðningsmenn í gær
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Arnar opinberar hóp sinn fyrir mikilvægasta verkefnið til þessa

Arnar opinberar hóp sinn fyrir mikilvægasta verkefnið til þessa
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Isak fundaði með eigendunum

Isak fundaði með eigendunum
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Athyglisvert viðtal við Óskar – „Ég veit hvað þú ert að reyna Ágúst“

Athyglisvert viðtal við Óskar – „Ég veit hvað þú ert að reyna Ágúst“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Reyna áfram að fá Antony og vona að forráðamenn United gefi eftir

Reyna áfram að fá Antony og vona að forráðamenn United gefi eftir
433Sport
Í gær

Nóg að gera hjá Chelsea – Skoða miðjumann Barcelona og Garnacho hafnaði tilboði frá Sádí

Nóg að gera hjá Chelsea – Skoða miðjumann Barcelona og Garnacho hafnaði tilboði frá Sádí