fbpx
Miðvikudagur 27.ágúst 2025
433Sport

Leeds ekki í ensku úrvalsdeildina: Frank Lampard og félagar á Wembley

Victor Pálsson
Miðvikudaginn 15. maí 2019 20:43

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leeds 2-4 Derby (3-4)
1-0 Stuart Dallas(24′)
1-1 Jack Marriott(45′)
1-2 Mason Mount(46′)
1-3 Harry Wilson(víti, 58′)
2-3 Stuart Dallas(62′)
2-4 Jack Marriott(85′)

Það eru Aston Villa og Derby County sem munu eigast við í úrslitaleiknum um laust sæti í ensku úrvalsdeildinni.

Þetta varð ljóst í kvöld eftir frábæran 4-2 sigur Derby á Leeds á útivelli eftir að hafa tapað fyrri leiknum í undanúrslitum, 1-0.

Derby lenti undir í seinni leiknum í kvöld en Stuart Dallas kom Leeds yfir á 24. mínútu leiksins og útlitið bjart fyrir heimamenn.

Derby sneri þá leiknum sér í vil og skoraði þrjú mörk og var staðan orðin 3-1 eftir 58 mínútur.

Dallas bætti við sínu öðru marki á 62. mínútu áður en Gaetano Berardi fékk svo sitt annað gula spjald á 78. mínútu og Leeds manni færri.

Jack Marriott kláraði svo leikinn endanlega fyrir Derby á 85. mínútu leiksins og sá til þess að liðið þyrfti ekki að fara í framlengingu.

Villa vann sigur á West Brom í vítaspyrnukeppni í gær og mun leika við Derby í úrslitaleiknum um laust sæti í efstu deild.

Þess má geta að 11 gul spjöld fóru á loft í leik kvöldsins en Scott Malone fékk einnig rautt hjá Derby á 91. mínútu leiksins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Myndband: Allt á suðupunkti eftir vont gengi – Ætlaði að vaða í stuðningsmenn í gær

Myndband: Allt á suðupunkti eftir vont gengi – Ætlaði að vaða í stuðningsmenn í gær
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Arnar opinberar hóp sinn fyrir mikilvægasta verkefnið til þessa

Arnar opinberar hóp sinn fyrir mikilvægasta verkefnið til þessa
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Isak fundaði með eigendunum

Isak fundaði með eigendunum
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Athyglisvert viðtal við Óskar – „Ég veit hvað þú ert að reyna Ágúst“

Athyglisvert viðtal við Óskar – „Ég veit hvað þú ert að reyna Ágúst“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Reyna áfram að fá Antony og vona að forráðamenn United gefi eftir

Reyna áfram að fá Antony og vona að forráðamenn United gefi eftir
433Sport
Í gær

Nóg að gera hjá Chelsea – Skoða miðjumann Barcelona og Garnacho hafnaði tilboði frá Sádí

Nóg að gera hjá Chelsea – Skoða miðjumann Barcelona og Garnacho hafnaði tilboði frá Sádí