Danny Drinkwater, leikmaður Chelsea á Englandi, var handtekinn í apríl, keyrandi undir áhrifum áfengi
Drinkwater er 29 ára gamall en hann skemmti sér í partýi ásamt lögfræðingnum Beth Mantel samkvæmt enskum miðlum. Þessi fyrrum leikmaður Leicester í kuldanum hjá Chelsea þessa dagana og fær ekkert að spila með félaginu.
Hann klessti Ranger Rover bifreið sína á annan bíl undir áhrifum áfengis en sem betur fer slasaðist enginn alvarlega. Emma Brown er eigandi Skoda bifreiðar sem Drinkwater klessti á og hlaut hún minniháttar meiðsli.
Drinkwater og Mantel voru saman í bíl er áreksturinn átti sér stað en þóttu sleppa ansi vel. Hann var í dag dæmdur í 20 mánaða akstursbann.
Mynd af vettvangi er hér að neðan eftir áreksturinn.