fbpx
Mánudagur 25.ágúst 2025
433Sport

Rúnar lenti í óhugnanlegu atviki í Sviss: Heimtuðu að leikmenn myndu afklæðast – Áttu að skríða til baka eins og hundar

433
Sunnudaginn 12. maí 2019 19:26

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lið Grasshoppers í Sviss er fallið úr efstu deild þar í landi en gengið hefur verið ömurlegt á tímabilinu.

Grasshoppers er með 24 stig á botni svissnensku deildarinnar og hefur aðeins unnið fimm leiki af 32.

Liðið lék gegn Luzern í dag en leikurinn var flautaður af í seinni hálfleik eftir læti frá stuðningsmönnum gestaliðsins.

Rúnar Már Sigurjónsson er á mála hjá Grasshoppers og spilaði í þessum leik áður en dómarinn flautaði hann af.

Stuðningsmenn Grasshoppers gerðu sér leið inn á völlinn og hótuðu að hlaupa að leikmönnum.

Þeir heimtuðu það að leikmennirnir myndu láta þá fá sokka sína og treyjur. Þeir áttu að skríða til búningsklefa eins og hundar aðeins klæddir stuttbuxum.

Öryggisgæsla og lögregla blönduðu sér svo í málið og var að lokum ákveðið að flauta viðureignina af.

Þetta er í fyrsta sinn í 70 ár sem Grasshoppers fellur úr efstu deild.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Drogba tjáir sig um mögulega komu Garnacho: ,,Snýst um ást“

Drogba tjáir sig um mögulega komu Garnacho: ,,Snýst um ást“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Arteta um meiðslin: ,,Stórmál að hann hafi farið af velli“

Arteta um meiðslin: ,,Stórmál að hann hafi farið af velli“
433Sport
Í gær

England: Tryggði stig gegn United með sinni fyrstu snertingu

England: Tryggði stig gegn United með sinni fyrstu snertingu
433Sport
Í gær

Guðlaugur Victor rifti við Plymouth

Guðlaugur Victor rifti við Plymouth