Lið Grasshoppers í Sviss er fallið úr efstu deild þar í landi en gengið hefur verið ömurlegt á tímabilinu.
Grasshoppers er með 24 stig á botni svissnensku deildarinnar og hefur aðeins unnið fimm leiki af 32.
Liðið lék gegn Luzern í dag en leikurinn var flautaður af í seinni hálfleik eftir læti frá stuðningsmönnum gestaliðsins.
Rúnar Már Sigurjónsson er á mála hjá Grasshoppers og spilaði í þessum leik áður en dómarinn flautaði hann af.
Stuðningsmenn Grasshoppers gerðu sér leið inn á völlinn og hótuðu að hlaupa að leikmönnum.
Þeir heimtuðu það að leikmennirnir myndu láta þá fá sokka sína og treyjur. Þeir áttu að skríða til búningsklefa eins og hundar aðeins klæddir stuttbuxum.
Öryggisgæsla og lögregla blönduðu sér svo í málið og var að lokum ákveðið að flauta viðureignina af.
Þetta er í fyrsta sinn í 70 ár sem Grasshoppers fellur úr efstu deild.
Bizarrest end to a season? Grasshoppers Zurich. Relegated for 1st time in 70 years. 4-0 down in Luzern, fans moved pitchside & threatened to storm it. Demanded players hand over shirts & socks. Wanted them to crawl back to changing room like dogs, in just pants. Game abandoned.
— Alex Stone (@AlexStone7) 12 May 2019