Það er bull að miðjumaðurinn Yaya Toure sé hættur að spila fótbolta eins og greint var frá á dögunum.
Dimitri Seluk, umboðsmaður Toure, gaf það út að Toure hefði ákveðið að hætta að spila en hann er án félags þessa stundina.
Toure segir að það sé kjaftæði að hann sé hættur og þarf umboðsmaðurinn sennilega að passa sig verulega áður en hann opnar sig næst.
,,Hættur? Aldrei! Ég mun halda áfram að spila,“ sagði Toure við Sky Sports.
,,Það hafa verið margar sögusagnir í gangi varðandi mína framtíð en nú þarf ég að koma hlutunum á hreint.“
,,Ég get ekki útskýrt hvernig fótboltinn virkar. Ég hef spilað síðan ég var krakki og ég held því áfram.“
,,Þegar ég ákveð að hætta þá tilkynni ég það sjálfur. Enginn annar mun tala fyrir mig.“