fbpx
Mánudagur 25.ágúst 2025
433Sport

Uppeldið er ekki í lagi: Þetta sagði þriggja ára barn um hann í dag – ,,Vissi ekki hvað ég átti að segja við dóttur mína“

433
Sunnudaginn 12. maí 2019 18:46

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ömurlegt atvik átti sér stað á Englandi í dag er lið Crystal Palace og Bournemouth áttust við.

Um var að ræða leik í lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar og hafði Palace betur 5-3 á heimavelli.

Zafar Iqbal er hluti af læknateymi Palace en hann gerði sér leið á völlinn í dag ásamt börnum sínum.

Þar varð Iqbal fyrir kynþáttaníði en hann greinir sjálfur frá þessu á Twitter-síðu sinni.

Iqbal var kallaður ‘paki’ af þriggja ára barni sem benti á hann og reyndi að ná athygli pabba síns. ‘Paki’ er niðrandi orð sem er oft notað um fólk frá Suður-Asíu í Bretlandi.

,,Ég er miður mín og orðlaus. Ég fór með tveimur yngstu börnum mínum á þeirra fyrsta leik á Selhurst park,“ sagði Iqbal.

,,Þriggja ára barn öskraði á pabba sinn og sagði: ‘Sjáðu pabbi, þarna er einhver paki.’ Pabbi hans reyndi að tala hann til. Rasismi er ekki bara vandamál í fótbolta.“

,,Ég vissi ekki hvernig ég átti að bregðast við. Ég gat ekki öskrað á þriggja ára krakka. Átti ég að segja eitthvað við pabbann þegar ég var með tveimur af mínum börnum?“

,,Það sem særir mig mest er að 12 ára dóttir mín kom að mér og spurði mig hvort ég hefði heyrt þetta, ég vissi ekki hvað ég átti að segja. Ég var orðlaus.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Drogba tjáir sig um mögulega komu Garnacho: ,,Snýst um ást“

Drogba tjáir sig um mögulega komu Garnacho: ,,Snýst um ást“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Arteta um meiðslin: ,,Stórmál að hann hafi farið af velli“

Arteta um meiðslin: ,,Stórmál að hann hafi farið af velli“
433Sport
Í gær

England: Tryggði stig gegn United með sinni fyrstu snertingu

England: Tryggði stig gegn United með sinni fyrstu snertingu
433Sport
Í gær

Guðlaugur Victor rifti við Plymouth

Guðlaugur Victor rifti við Plymouth