Jamie Carragher, fyrrum leikmaður Liverpool, óskaði Manchester City til hamingju með Englandsmeistaratitilinn í dag.
City fagnar sigri í deildinni annað árið í röð og endar með 98 stig, einu stigi á undan Liverpool.
Carragher hrósaði einnig Liverpool fyrir frammistöðuna og gagnrýndi einnig bæði Manchester United og Everton.
Carragher gerði grín að tapi United eftir 2-0 tap gegn Cardiff og segir Everton vera eins lélegt og áður.
Gary Neville, kollegi Carragher hjá Sky Sports, sá þessa færslu á Twitter og ákvað að nudda salti í sár félaga síns.
Neville birti mynd þar sem má sjá leikmenn Liverpool fagna því að enda í öðru sæti deildarinnar en það er auðvitað búið að eiga við hana.
Liverpool hefur aldrei unnið úrvalsdeildina síðan hún var stofnuð og verður nú að bíða í minnsta kosti eitt ár.
Great season mate well done! https://t.co/dA3bSf6FuS pic.twitter.com/Fq9pcEdWiR
— Gary Neville (@GNev2) 12 May 2019