Liverpool spilaði við Wolves í ensku úrvalsdeildinni í dag en leikið var á Anfield, heimavelli þeirra rauðu.
Sadio Mane gerði tvennu fyrir lið Liverpool sem vann 2-0 sigur en það var ekki nóg til að tryggja titilinn.
Manchester City vann sinn leik gegn Brighton á sama tíma 4-1 og endar einu stigi fyrir ofan Liverpool.
Liverpool var lengi í ákjósanlegri stöðu í deildinni og var til að mynda á toppnum um jólin.
Þetta er í þriðja sinn sem Liverpool er á toppnum um jólin en tekst samt ekki að landa titlinum í fyrsta sinn.
Only three teams in history have been top of the Premier League at Christmas failed to win the title. ?❌
Liverpool 2008/09
Liverpool 2013/14
Liverpool 2018/19— BlameFootball (@blamefootball) 12 May 2019