Liverpool tókst ekki að landa sínum fyrsta Englandsmeistaratitli í ár þrátt fyrir harða baráttu við Manchester City.
Liverpool mætti Wolves í lokaumferðinni í dag og hafði betur 2-0 á heimavelli.
Á sama tíma vann Manchester City 4-1 sigur á Brighton og endar tímabilið einu stigi fyrir ofan Liverpool.
City fékk heil 98 stig í deildinni á tímabilinu og Liverpool fékk 97 sem er magnaður árangur hjá báðum liðum.
Þessi 97 stig Liverpool hefðu dugað liðinu til að vinna deildina öll árin á undan eða frá stofnum úrvalsdeildarinnar.
Það er fyrir utan árið í fyrra þegar City tókst að brjóta 100 stiga múrinn er liðið vann deildina.
Stigin hefðu dugað í 25 af 26 skiptum til að landa titlinum en því miður fyrir þá rauðu þá var það ekki í ár.
97 – Liverpool’s tally of 97 points would have been enough to win the Premier League in all but one of the previous 26 seasons of the competition. Brutal.
— OptaJoe (@OptaJoe) 12 May 2019