Manchester City er Englandsmeistari annað árið í röð eftir sannfærandi sigur á Brighton í lokaumferðinni í dag.
City lenti óvænt undir á Amex vellinum en fagnaði að lokum öruggum 4-1 sigri og endar á toppnum með 98 stig.
Liverpool vann sinn leik gegn Wolves á sama tíma og endar í öðru sæti deildarinnar með 97 stig, einu stigi á eftir City.
Manchester United fékk Cardiff City í heimsókn og tapaði heldur betur óvænt. Aron Einar Gunnarsson lék sinn síðasta leik fyrir Cardiff sem vann 2-0 sigur á Old Trafford.
United endar tímabilið í sjötta sæti deildarinnar með 66 stig, fjórum stigum á eftir Arsenal sem er í fimmta sætinu.
Arsenal nældi í sigur gegn Burnley en Jóhann Berg Guðmundsson lagði upp eina mark Burnley í 3-1 tapi.
EInn markalaus leikur var á dagskrá en það var viðureign Leicester City og Chelsea sem fór fram á King Power vellinum.
Fjörugasti lokaleikurinn var í London þar sem Crystal Palace vann 5-3 sigur á Bournemouth.
Hér má sjá öll úrslit dagsins sem og markaskorara.
Brighton 1-4 Manchester City
1-0 Glenn Murray(27′)
1-1 Sergio Aguero(28′)
1-2 Aymeric Laporte(38′)
1-3 Riyad Mahrez(64′)
1-4 Ilkay Gundogan(72′)
Liverpool 2-0 Wolves
1-0 Sadio Mane(17′)
2-0 Sadio Mane(82′)
Manchester United 0-2 Cardiff
0-1 Nathaniel Mendez-Laing(víti, 23′)
0-2 Nathaniel Mendez-Laing(54′)
Burnley 1-3 Arsenal
0-1 Pierre-Emerick Aubameyang(52′)
0-2 Pierre-Emerick Aubameyang(63′)
1-2 Ashley Barnes(66′)
1-3 Eddie Nketiah(95′)
Leicester 0-0 Chelsea
Crystal Palace 5-3 Bournemouth
1-0 Michy Batshuayi(24′)
2-0 Michy Batshuayi(32′)
3-0 Josh Simpson(sjálfsmark, 37′)
3-1 Jefferson Lerma(45′)
3-2 Jordon Ibe(56′)
4-2 Patrick van Aanholt(65′)
4-3 Josh King(73′)
5-3 Andros Townsend(81′)
Tottenham 2-2 Everton
1-0 Eric Dier(3′)
1-1 Theo Walcott(70′)
1-2 Cenk Tosun(72′)
2-2 Christian Eriksen(75′)
Watford 1-4 West Ham
0-1 Mark Noble(15′)
0-2 Manuel Lanzini(39′)
1-2 Gerard Deulofeu(47′)
1-3 Marko Arnautovic(72′)
1-4 Mark Noble(80′)
Fulham 0-4 Newcastle
0-1 Jonjo Shelvey(9′)
0-2 Ayoze Perez(11′)
0-3 Fabian Schar(61′)
0-4 Salomon Rondon(90′)
Southampton 1-1 Huddersfield
1-0 Nathan Redmond(41′)
1-1 Alex Pritchard(55′)