fbpx
Mánudagur 25.ágúst 2025
433Sport

Manchester City er Englandsmeistari: Liverpool vann sinn leik – Skammarlegt tap Manchester United

Victor Pálsson
Sunnudaginn 12. maí 2019 15:55

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Manchester City er Englandsmeistari annað árið í röð eftir sannfærandi sigur á Brighton í lokaumferðinni í dag.

City lenti óvænt undir á Amex vellinum en fagnaði að lokum öruggum 4-1 sigri og endar á toppnum með 98 stig.

Liverpool vann sinn leik gegn Wolves á sama tíma og endar í öðru sæti deildarinnar með 97 stig, einu stigi á eftir City.

Manchester United fékk Cardiff City í heimsókn og tapaði heldur betur óvænt. Aron Einar Gunnarsson lék sinn síðasta leik fyrir Cardiff sem vann 2-0 sigur á Old Trafford.

United endar tímabilið í sjötta sæti deildarinnar með 66 stig, fjórum stigum á eftir Arsenal sem er í fimmta sætinu.

Arsenal nældi í sigur gegn Burnley en Jóhann Berg Guðmundsson lagði upp eina mark Burnley í 3-1 tapi.

EInn markalaus leikur var á dagskrá en það var viðureign Leicester City og Chelsea sem fór fram á King Power vellinum.

Fjörugasti lokaleikurinn var í London þar sem Crystal Palace vann 5-3 sigur á Bournemouth.

Hér má sjá öll úrslit dagsins sem og markaskorara.

Brighton 1-4 Manchester City
1-0 Glenn Murray(27′)
1-1 Sergio Aguero(28′)
1-2 Aymeric Laporte(38′)
1-3 Riyad Mahrez(64′)
1-4 Ilkay Gundogan(72′)

Liverpool 2-0 Wolves
1-0 Sadio Mane(17′)
2-0 Sadio Mane(82′)

Manchester United 0-2 Cardiff
0-1 Nathaniel Mendez-Laing(víti, 23′)
0-2 Nathaniel Mendez-Laing(54′)

Burnley 1-3 Arsenal
0-1 Pierre-Emerick Aubameyang(52′)
0-2 Pierre-Emerick Aubameyang(63′)
1-2 Ashley Barnes(66′)
1-3 Eddie Nketiah(95′)

Leicester 0-0 Chelsea

Crystal Palace 5-3 Bournemouth
1-0 Michy Batshuayi(24′)
2-0 Michy Batshuayi(32′)
3-0 Josh Simpson(sjálfsmark, 37′)
3-1 Jefferson Lerma(45′)
3-2 Jordon Ibe(56′)
4-2 Patrick van Aanholt(65′)
4-3 Josh King(73′)
5-3 Andros Townsend(81′)

Tottenham 2-2 Everton
1-0 Eric Dier(3′)
1-1 Theo Walcott(70′)
1-2 Cenk Tosun(72′)
2-2 Christian Eriksen(75′)

Watford 1-4 West Ham
0-1 Mark Noble(15′)
0-2 Manuel Lanzini(39′)
1-2 Gerard Deulofeu(47′)
1-3 Marko Arnautovic(72′)
1-4 Mark Noble(80′)

Fulham 0-4 Newcastle
0-1 Jonjo Shelvey(9′)
0-2 Ayoze Perez(11′)
0-3 Fabian Schar(61′)
0-4 Salomon Rondon(90′)

Southampton 1-1 Huddersfield
1-0 Nathan Redmond(41′)
1-1 Alex Pritchard(55′)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Drogba tjáir sig um mögulega komu Garnacho: ,,Snýst um ást“

Drogba tjáir sig um mögulega komu Garnacho: ,,Snýst um ást“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Arteta um meiðslin: ,,Stórmál að hann hafi farið af velli“

Arteta um meiðslin: ,,Stórmál að hann hafi farið af velli“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Stjarnan sjálf hitti einn umdeildasta söngvara heims: Er oft gagnrýndur fyrir dólgslæti – ,,Svo vinalegur náungi“

Stjarnan sjálf hitti einn umdeildasta söngvara heims: Er oft gagnrýndur fyrir dólgslæti – ,,Svo vinalegur náungi“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Útilokar ekki að heyra í Klopp á næstunni

Útilokar ekki að heyra í Klopp á næstunni