Sigmar Vilhjálmsson eða Simmi Vill eins og hann er yfirleitt kallaður er mikill stuðningsmaður Liverpool.
Simmi er staddur á Anfield, heimavelli liðsins þessa stundina og horfir á leik liðsins við Wolves.
Liverpool þarf á sigri að halda í ensku úrvalsdeildinni í lokaumferðinni sem hófst klukkan 14:00.
Liverpool þarf þrjá punkta gegn Wolves á Anfield og þarf að treysta á það að Brighton nái stigi gegn Manchester City.
Simmi ákvað að gera sitt í Liverpool-borg í dag og ákvað að stýra víkingaklappinu fræga sem við Íslendingar teljum okkur eiga.
Það voru ófáir sem tóku undir með Simma á Anfield en stemningin fyrir leikinn er að vonum gríðarleg.
Myndbandið sem Simmi birti má sjá hér.
Við þurfum kraftaverk. Ég lagði mitt af mörkum a Anfield í dag. #Believe #YNWAِ #Fotboltinet #stod2sport #LFCFamily #lfciceland pic.twitter.com/puScQ4A0XS
— Simmi Vil (@simmivil) 12 May 2019