Jose Mourinho, fyrrum stjóri Manchester United, hefur nú ákveðið að gagnrýna boltastrastráka félagsins.
Mourinho sá leik Liverpool og Barcelona á dögunum en fjórða mark Liverpool vakti þá athygli.
Boltastrákur Liverpool var fljótur að hugsa og kom boltanum strax í leik fyrir mark Divock Origi sem kom eftir hornspyrnu.
Portúgalinn var mjög hrifinn af því marki en segir að hann hafi ekki fengið að upplifa það sama á Old Trafford.
,,Þú vilt taka innkast fljótt, boltastrákarnir þurfa að vita það að þú viljir gera það,“ sagði Mourinho.
,,Boltinn verður að komast í leik strax. Ég var hjá félagi sem skildi aldrei hversu mikilvægir boltastrákarnir voru.“
,,Jafnvel þó þú sért að vinna leikinn, hraðinn er mikilvægur. Markspyrnurnar, tempóið í leiknum, boltastrákarnir geta spilað sitt hlutverk.“
,,Fólk þekkir ekki alvöru knattspyrnufélag, öll smáatriðin eru mikilvæg. Í þessum leik þá eru krakkarnir mjög gáfaðir.“
,,Ég veit ekki hvort hann sé í akademíu félagsins eða ekki en krakkinn vissi hvað hann var að gera.“