Ole Gunnar Solskjær, stjóri Manchester United, hefur varað leikmenn við því að passa sig í sumarfríinu.
Solskjær segir að leikmenn verði að mæta til leiks á ný þann 1. júlí og er ætlast til að þeir mæti í góðu líkamlegu ástandi.
Leikmenn eiga það til að missa sig aðeins í sumarfríinu en Norðmaðurinn tekur það ekki í mál.
,,Þeir eru allir með sína dagskrá fyrir sumarið. Við búumst við því að þeir verði tilbúnir þann 1. júlí er við byrjum,“ sagði Solskjær.
,,Við ætlum ekki að nota fyrstu tíu dagana til að byggja þá upp, þeir eiga að vera tilbúnir þeta þeir mæta.“
,,Þetta er lengra sumarfrí en í öðrum deildum og við þurfum að nýta okkur það. Sá sem er ekki í formi þann 1. júlí mun örugglega vera um kyrrt og fær ekki að ferðast með okkur.“
,,Við viljum bara nota leikmenn og þurfum bara leikmenn sem eru nothæfir.“