Það er ekki útilokað að Ole Gunnar Solskjær verði rekinn frá Manchester United ef liðið tapar gegn Cardiff í lokaumferðinni í dag.
Þetta segir Paul Merson, fyrrum leikmaður Arsenal en gengi United hefur verið afar slæmt undanfarið.
United byrjaði vel undir stjórn Solskjær en eftir að hann fékk þriggja ára samning hefur allt farið úrskeiðis.
,,Það kemur mér ekkert á óvart í fótbolta lengur, ef þeir tapa fyrir Cardiff… Hver veit hvað gerist,“ sagði Merson.
,,Ég veit það ekki. Ég get ekki ímyndað mér að Solskjær sé með sama samning ig Jose Mourinho þar sem þarf að borga 15 milljónir til að losna við hann.“
,,Ég held að það verði haldinn alvarlegur fundur ef þeir vinna ekki þennan leik. Ef þeir rúlla ekki yfir Cardiff þá telja þeir sig hafa gert mistök með Solskjær.“
,,Ef hann hefði byrjað svona þegar hann tók við, væri hann endanlegur stjóri United? Nei.“