Hannes Þór Halldórsson var svekktur í kvöld eftir 2-1 tap Íslandsmeistara Vals á heimavelli gegn ÍA.
Valur hefur byrjað tímabilið heldur betur illa og er nú með eitt stig eftir þrjár umferðir.
,,Maður er bara svolítið tómur. Þetta er bara mjög þungt núna. Það ólgar í manni einhver reiði og pirringur eftir þetta. Ég er hálf kjaftstopp eins og er,“ sagði Hannes.
,,Við sýnum það alltaf að við eigum spretti í leikjunum þar sem við sýnum hvað býr í liðinu en þeir eru alltof fáir og alltof stuttir. Svo lekum við mörkum á hinum endanum.“
,,Það er gapandi frír maður sem skallar hann í fyrra markinu og í seinna markinu kemur erfiður bolti inn og við eigum að gera betur.“
,,Þetta er bara grút helvítis lélegt og það er bara ein leið út úr þessu og það er áfram veginn.“