Það eru sjö leikmenn sem eiga í hættu á að missa af medalíu takist Liverpool að vinna ensku úrvalsdeildina.
Lokaumferð deildarinnar fer fram um helgina en Liverpool spilar við Wolves í síðasta leiknum og þarf að treysta á að Brighton nái stigi gegn Manchester City.
Til að fá medalíu þarf leikmaður að spila fimm deildarleiki á tímabili, eitthvað sem sjö leikmenn hafa ekki afrekað.
Eini leikmaðurinn sem á möguleika á að spila fimmta leik sinn á morgun er bakvörðurinn Alberto Moreno sem hefur leikið fimm leiki.
Alex Oxlade-Chamberlain og Simon Mignolet eru á meðal þeirra sem munu ekki ná medalíu ef liðið verður meistari.
Ungstirnir Rafael Camacho, Curtis Jones, Ki-Jana Hoever og Rhian Brewster hafa allir verið í leikmannahópnum á tímabilinu en ná ekki fimm leikjum og fá ekki verðlaunin.