fbpx
Mánudagur 25.ágúst 2025
433Sport

Laun Pálma voru á allra vörum: ,,Menn mega tala eins og þeir vilja”

433
Föstudaginn 10. maí 2019 21:31

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hlaðvarpsþátturinn, 90 mínútur heldur áfram á fullu fjöri en um er að ræða þátt sem Hörður Snævar Jónsson, ritstjóri 433.is stýrir.

Þátturinn hefur notið mikilla vinsælda en afar áhugaverðir gestir hafa komið í þáttinn.

Gestur þáttarins að þessu sinni er Pálmi Rafn Pálmason, hann hefur átt áhugaverðan feril, strákurinn frá Húsavík upplifði draumalífið í sjö ár. Hann hefur spilað fyrir KA, Val og KR.

Hann hefur tvisvar upplifað það að félag hans í atvinnumennsku var á barmi gjaldþrots, hann er einn besti leikmaður í efstu deild á Íslandi frá aldamótum.

Pálmi sneri aftur heim árið 2015 en hann var þá þrítugur og hafði spilað með Lilleström í Noregi.

Pálmi átti góðan atvinnumannaferil í Noregi með bæði Stabæk frá 2008 til 2012 og svo Lilleström frá 2012 til 2014.

Hann tók þá ákvörðun að snúa heim árið 2015 og skrifaði undir samning við KR eftir viðræður við önnur lið.

Þá var talað um að Pálmi væri að fá risalaun í Vesturbænum og heyrði hann sjálfur af þessari umræðu.

,,Ég heyrði heldur betur af þessari umræðu. Það er umræða sem á rétt á sér. Ef þú ert að kaupa þér 15 milljóna króna bíl þá viltu fá eitthvað til baka,“ sagði Pálmi.

,,Það er alveg eins með leikmenn. Ef þú ert að setja mikinn pening í leikmann þá viltu fá eins mikið og þú mögulega getur frá honum.“

,,Mér finnst það alveg vera réttmæt umræða en svo þessar launatölur, það er svo eitthvað sem menn mega tala um eins og þeir vilja.“

,,Ég hefði gjarnan vilja hafa þessi laun sem ég var að heyra um en ég skil það vel. Það fór aldrei undir skinnið á mér, ég var aldrei viðkvæmur yfir þessu.“

,,Ég vissi að það yrði búist við miklu af mér og ég vildi standa undir því. Frammistaðan mín á vellinum á mínu fyrsta tímabili fannst mér ekkert slök.“

,,Mér leið aldrei illa með það en ég var kannski ekki að skila því sem var reiknað með og ég tek gagnrýninni.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

England: Grealish með tvær stoðsendingar í sigri – Jafnt á Selhurst Park

England: Grealish með tvær stoðsendingar í sigri – Jafnt á Selhurst Park
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Byrjunarlið Fulham og Manchester United – Sesko á bekknum

Byrjunarlið Fulham og Manchester United – Sesko á bekknum
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Staðfestir nýjan samning

Staðfestir nýjan samning
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Enn eitt félagið sagt undirbúa risatilboð í Fernandes

Enn eitt félagið sagt undirbúa risatilboð í Fernandes
433Sport
Í gær

Kom inná 15 ára gamall og fiskaði víti í fyrsta leik

Kom inná 15 ára gamall og fiskaði víti í fyrsta leik
433Sport
Í gær

Útskýrir af hverju hann kvaddi Liverpool og tók óvænt skref í sumar

Útskýrir af hverju hann kvaddi Liverpool og tók óvænt skref í sumar