fbpx
Mánudagur 25.ágúst 2025
433Sport

Ólafur skilur reiðan Óla: ,,Hundfúlt að þetta skuli vera umræðan“

Victor Pálsson
Föstudaginn 10. maí 2019 20:36

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ólafur Kristjánsson, þjálfari FH, var ánægður með stigin þrjú sem liðið fékk gegn KA í kvöld.

FH vann 3-2 sigur í Kaplakrika en KA vildi fá víti undir lok leiksins, Óli Stefán Flóventsson, þjálfari gestanna, var hundfúll eftir leik.

Óli Kristjáns segist skilja reiði kollega síns en segir það sorglegt að það skuli vera umræðan eftir svo góðan leik.

,,Þegar að einhver dettur í teignum? Ég hugsa að ég hefði alveg beðið um víti í sömu stöðu,“ sagði Ólafur.

,,Ég sit niður í gryfjunni og það voru menn með mér á bekknum sem sögðu að aukaspyrnan sem leiðir til vítaspyrnunnar sem við fengum hafi verið inni í teig. Svo var ég ekki sáttur þegar það var dæmt á Atla Guðna þegar þeir fá aukaspyrnuna sem þeir skora úr.“

,,Ég skil alveg svekkelsið í Óla Stefáni, þeir voru búnir að komast yfir í leiknum og voru feikilega öflugir og eru flott lið. Ég skil hann alveg mæta vel en svona er þetta. Það er hundfúlt að þetta skuli vera umræðan eftir svona fjörugan fótboltaleik.“

,,Ég trúi því ekki að það sé erfitt að dæma víti á FH í Kaplakrika en ég vona að við getum ekki tilefni til þess að það séu dæmd víti.“

Nánar er rætt við Óla hér fyrir neðan en viðtalið er í tveimur hlutum. Við biðjumst afsökunar á því.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

England: Grealish með tvær stoðsendingar í sigri – Jafnt á Selhurst Park

England: Grealish með tvær stoðsendingar í sigri – Jafnt á Selhurst Park
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Byrjunarlið Fulham og Manchester United – Sesko á bekknum

Byrjunarlið Fulham og Manchester United – Sesko á bekknum
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Staðfestir nýjan samning

Staðfestir nýjan samning
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Enn eitt félagið sagt undirbúa risatilboð í Fernandes

Enn eitt félagið sagt undirbúa risatilboð í Fernandes
433Sport
Í gær

Kom inná 15 ára gamall og fiskaði víti í fyrsta leik

Kom inná 15 ára gamall og fiskaði víti í fyrsta leik
433Sport
Í gær

Útskýrir af hverju hann kvaddi Liverpool og tók óvænt skref í sumar

Útskýrir af hverju hann kvaddi Liverpool og tók óvænt skref í sumar