fbpx
Sunnudagur 11.maí 2025
433Sport

Ásakaði Óskar um kynþáttafordóma: ,,Tveir apar eins og í dýragarðinum“

433
Föstudaginn 10. maí 2019 17:33

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gilles Mbang Ondo, leikmaður Þróttar Vogum, var óánægður með færslu sem var birt á Twitter í gær.

Fótbolti.net fjallar um málið í dag en Ondo ásakar Óskar Smára Haraldsson, leikmann Álftaness, um kynþáttafordóma.

Óskar birti mynd af þeim Pape Mamadou Faye og Ondo í gær en þeir leika báðir með Þrótti í dag.

,,Úlfur Blandon þjálfari Þrótt Voga: „átti reyndar von á því að standið væri aðeins….. beeeetra,“ skrifaði Óskar við færsluna.

Hann ásakar þar því þá Ondo og Pape um að vera í slæmu líkamlegu standi og var sá fyrrnefndi ósáttur við þau ummæli.

,,Twitter færsla dagsins í gær voru tveir svartir leikmenn sem eru ekki í formi, ég og Pape Mamadou Faye og það fær alla til að hlæja,“ skrifaði Ondo.

,,Það er svo fyndið, ég er ekki viss um að þetta væri svo fyndið ef þetta væru tveir íslenskir leikmenn en mjög fyndið auðvitað þegar þetta eru (tveir apar) eins og í dýragarðinum.“

,,Það er fyndið um allt land! Það er árið 2019, hættu þessu herra Óskar Smári Haraldsson, leikmaður Tindastóls, ég þekki þig ekki maður! Mér finnst þetta ekkert fyndið.

Í frétt fótbolta.net er svo greint frá því að Óskar hafi beðist afsökunar á ummælunum og segir þau hafa verið barnaleg.

Hann hafði samband við bæði Ondo og Pape til að biðjast afsökunar en þvertekur fyrir það að um kynþáttafordóma hafi verið að ræða.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

2. deild: Tvö lið með fullt hús – Grótta í vandræðum

2. deild: Tvö lið með fullt hús – Grótta í vandræðum
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Staðfestir áhuga á leikmanni Barcelona sem verður þó áfram

Staðfestir áhuga á leikmanni Barcelona sem verður þó áfram
433Sport
Í gær

Þetta sé eina áhyggjuefnið fyrir sumarið hjá Stelpunum okkar

Þetta sé eina áhyggjuefnið fyrir sumarið hjá Stelpunum okkar
433Sport
Í gær

100 prósent líkur á að hann spili í Bandaríkjunum – ,,Sagði við pabba að það væri efst á listanum“

100 prósent líkur á að hann spili í Bandaríkjunum – ,,Sagði við pabba að það væri efst á listanum“
433Sport
Í gær

Samþykkt að 48 lið verða á HM

Samþykkt að 48 lið verða á HM
433Sport
Í gær

Liverpool í þriðja sæti yfir líklegustu liðin – Sjáðu topp tíu listann

Liverpool í þriðja sæti yfir líklegustu liðin – Sjáðu topp tíu listann