Nú er í gangi leikur Valencia og Arsenal en þessi lið eigast við í undanúrslitum Evrópudeildarinnar.
Staðan er 1-1 þessa stundina en búið er að flauta fyrri hálfleikinn á Mestalla af.
Staðan er því 4-2 fyrir Arsenal samanlagt en þeir ensku höfðu betri í fyrri leiknum á heimavelli, 3-1.
Nú fær myndband af spænskri fréttakonu að njóta sín en hún var á vellinum áður en flautað var til leiks.
Hún varð fyrir því óláni að fá boltann beint í hnakkann í beinni útsendingu er leikmenn Valencia hituðu upp.
Sjón er sögu ríkari.
Spare a thought for this unlucky broadcaster who took a whack to the head during the warm ups ? pic.twitter.com/FNfcc6KC8Z
— FootballJOE (@FootballJOE) 9 May 2019