David Beckham hefur verið sviptur ökuréttindum sínum, i hálft ár. Hann var gómaður við að nota símann undir stýri.
Beckham notaði símann sinn í nóvember þegar hann keyrði um London, hann var á Bentley bílnum sínum.
Beckham er 43 ára gamall en það var almennur borgari sem tók eftir því, að Beckham væri í símanum.
Beckham er einn frægasti einstaklingur Bretlandseyja, fólk tekur eftir því sem hann gerir.
Kappinn var með punkta fyrir hraðakstur og þetta brot hans varð til þess að hann missir prófið í hálft ár. Hann er sterk efnaður og ætti að hafa efni á bílstjóra þetta hálfa árið.