fbpx
Sunnudagur 24.ágúst 2025
433Sport

Logi gerði lítið úr atvinnumannaferli Hannesar: Hann er sagður ósáttur – ,,Þetta er algjör hestaskítur“

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 9. maí 2019 13:51

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það vakti athygli í Pepsi Max-mörkunum á mánudag þegar rætt var um Hannes Þór Halldórsson, markvörð Vals og markvörð íslenska landsliðsins.

Logi Ólafsson sagði að Hannes hefði lítið gert í félagsliðum sínum, fyrir utan Sandnes Ulf. Hann hefði spilað lítið. Þegar ferill Hannesar er skoðaður, stenst það illa skoðun. Hann hefur verið fyrsti kostur í markið hjá öllum liðum, nema Qarabag. Hjá NEC í Hollandi var Hannes fyrsti kostur en meiddist illa.

,,Ég verð að hrósa vini mínum, Loga Ólafssyni fyrir framkomu sína í Pepsi Max-mörkunum. Ég var ekki alveg sammála þessu en ég vona að hann verði í þessum gír í sumar. Hann tók atvinnumannaferil Hannesar Halldórssonar, og afgreiddi hann með einu pennastriki. Sagði að þetta væri ekki merkilegur ferill,“ sagði Hjörvar Hafliðason, í DR Football. Hlaðvarpsþætti dagsins.

Mikael Nikulásson, sérfræðingur þáttarins sagði að Hannes væri ósáttur.

,,Ég heyrði frá áreiðanlegum heimildum að Hannes væri ekki sáttur, ég er ánægður með þetta. Fá smá blóð í þetta, í upphafi móts:“

Sólmundur Hólm, grínisti var í þættinum. Hann er vinur Hannesar og sagði þetta hestaskít.

,,Hann hefur spilað hjá öllum liðum nema hjá Qarabag, þetta er algjör hestaskítur. Það er samt gaman að menn segi svona. Þetta er bara kjaftæði.“

Feril Hannesar í atvinnumennsku er hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Fyrrum leikmaður Arsenal gagnrýnir þá sem dæmdu Gyokores eftir fyrsta leik

Fyrrum leikmaður Arsenal gagnrýnir þá sem dæmdu Gyokores eftir fyrsta leik
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Gummi Ben kom Hjörvari verulega á óvart í beinni útsendingu – Fékk gjöf frá manninum sem hann hefur gagnrýnt mest

Gummi Ben kom Hjörvari verulega á óvart í beinni útsendingu – Fékk gjöf frá manninum sem hann hefur gagnrýnt mest
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Útskýrir af hverju hann kvaddi Liverpool og tók óvænt skref í sumar

Útskýrir af hverju hann kvaddi Liverpool og tók óvænt skref í sumar
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Sjáðu fyrsta mark Gyokores fyrir Arsenal

Sjáðu fyrsta mark Gyokores fyrir Arsenal
433Sport
Í gær

Sá yngsti í sögu félagsins til að leggja upp

Sá yngsti í sögu félagsins til að leggja upp
433Sport
Í gær

Gæti óvænt tekið hanskana af hillunni og spilað á HM 2026

Gæti óvænt tekið hanskana af hillunni og spilað á HM 2026
433Sport
Í gær

Engin rúta á Emirates í dag: ,,Viljum hræða andstæðinginn“

Engin rúta á Emirates í dag: ,,Viljum hræða andstæðinginn“
433Sport
Í gær

Gætu fengið tvær stjörnur frá Manchester

Gætu fengið tvær stjörnur frá Manchester