Það vakti athygli í Pepsi Max-mörkunum á mánudag þegar rætt var um Hannes Þór Halldórsson, markvörð Vals og markvörð íslenska landsliðsins.
Logi Ólafsson sagði að Hannes hefði lítið gert í félagsliðum sínum, fyrir utan Sandnes Ulf. Hann hefði spilað lítið. Þegar ferill Hannesar er skoðaður, stenst það illa skoðun. Hann hefur verið fyrsti kostur í markið hjá öllum liðum, nema Qarabag. Hjá NEC í Hollandi var Hannes fyrsti kostur en meiddist illa.
,,Ég verð að hrósa vini mínum, Loga Ólafssyni fyrir framkomu sína í Pepsi Max-mörkunum. Ég var ekki alveg sammála þessu en ég vona að hann verði í þessum gír í sumar. Hann tók atvinnumannaferil Hannesar Halldórssonar, og afgreiddi hann með einu pennastriki. Sagði að þetta væri ekki merkilegur ferill,“ sagði Hjörvar Hafliðason, í DR Football. Hlaðvarpsþætti dagsins.
Mikael Nikulásson, sérfræðingur þáttarins sagði að Hannes væri ósáttur.
,,Ég heyrði frá áreiðanlegum heimildum að Hannes væri ekki sáttur, ég er ánægður með þetta. Fá smá blóð í þetta, í upphafi móts:“
Sólmundur Hólm, grínisti var í þættinum. Hann er vinur Hannesar og sagði þetta hestaskít.
,,Hann hefur spilað hjá öllum liðum nema hjá Qarabag, þetta er algjör hestaskítur. Það er samt gaman að menn segi svona. Þetta er bara kjaftæði.“
Feril Hannesar í atvinnumennsku er hér að neðan.