fbpx
Sunnudagur 24.ágúst 2025
433Sport

Illugi ætlaði á úrslitaleik Liverpool: Snarhætti við þegar hann sá hvað hann þurfti að borga

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 9. maí 2019 12:34

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Margir stuðningsmenn Tottenham og Liverpool skoða það nú hvort þeir komist á úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu, þar sem þessi tvö lið eigast við.

Leikurinn fer fram 1. júní í Madríd, áhugaverð rimma tveggja liða frá Englandi

Þeir sem ætla sér á leikinn þurfa að eiga ágætis sjóð, það kostar nefnilega helling af aurum að fara á leikinn.

Miðar á leikinn eru dýrir, enda eftirspurnin mikil. Erfitt er að fá hótel í Madríd og verðið á flugi hækkar og hækkar.

,,Mér datt í hug að bregða mér til Madrid 1. júní og horfa á Liverpool-Tottenham. Allir venjulegir miðar eru uppseldir en ég sé ekki betur en enn sé hægt að kaupa miða sem fylgir eitt kampavínsglas,“
skrifar Illugi Jökulsson á Facebook síðu sína.

Illugi hugsaði með sér að í versta falli myndi hann nú bara sturta niður kampavíninu.

,,Nú, jæja, hugsaði ég, ég get þá alltaf hellt kampavíninu í blómapott ef það er bragðvont, og hófst handa um að skoða miðatilboðið betur. Þegar ég sá að miðinn kostaði 945.300 krónur, þá hætti ég við og ákvað að horfa bara á leikinn á hlaupabrettinu í ræktinni eins og venjulega. Það voru þessar 300 krónur sem gerðu útslagið.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Fyrrum leikmaður Arsenal gagnrýnir þá sem dæmdu Gyokores eftir fyrsta leik

Fyrrum leikmaður Arsenal gagnrýnir þá sem dæmdu Gyokores eftir fyrsta leik
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Gummi Ben kom Hjörvari verulega á óvart í beinni útsendingu – Fékk gjöf frá manninum sem hann hefur gagnrýnt mest

Gummi Ben kom Hjörvari verulega á óvart í beinni útsendingu – Fékk gjöf frá manninum sem hann hefur gagnrýnt mest
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Útskýrir af hverju hann kvaddi Liverpool og tók óvænt skref í sumar

Útskýrir af hverju hann kvaddi Liverpool og tók óvænt skref í sumar
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Sjáðu fyrsta mark Gyokores fyrir Arsenal

Sjáðu fyrsta mark Gyokores fyrir Arsenal
433Sport
Í gær

Sá yngsti í sögu félagsins til að leggja upp

Sá yngsti í sögu félagsins til að leggja upp
433Sport
Í gær

Gæti óvænt tekið hanskana af hillunni og spilað á HM 2026

Gæti óvænt tekið hanskana af hillunni og spilað á HM 2026
433Sport
Í gær

Engin rúta á Emirates í dag: ,,Viljum hræða andstæðinginn“

Engin rúta á Emirates í dag: ,,Viljum hræða andstæðinginn“
433Sport
Í gær

Gætu fengið tvær stjörnur frá Manchester

Gætu fengið tvær stjörnur frá Manchester