fbpx
Sunnudagur 24.ágúst 2025
433Sport

Liverpool fær ekki fleiri miða á úrslitaleikinn: Segja þetta vera til skammar

Victor Pálsson
Fimmtudaginn 9. maí 2019 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stuðningsmenn Liverpool eru reiðir þessa stundina þrátt fyrir að hafa tryggt sér sæti í úrslitum Meistaradeildarinnar á þriðjudag.

Liverpool vann stórkostlegan 4-0 sigur á Barcelona á Anfield og fer áfram þrátt fyrir að hafa tapað fyrri leiknum 3-0.

Það er komið í ljós að Liverpool mun aðeins fá rúmlega 16 þúsund miða á úrslitaleikinn sem fer fram á Wanda Metropolitano leikvanginum í Madríd.

Það er heimavöllur Atletico Madrid en hann tekur 67 þúsund manns í sæti og er miðaverð fyrir stuðningsmenn Liverpool frá 80 pundum upp í 530 pund.

UEFA fær að heyra það hressilega fyrir þessa ákvörðun og segja stuðningsmenn að hún sé til háborinnar skammar, að gefa ekki fleiri miða.

Tottenham mun leika við Liverpool í úrslitaleik keppninnar og mun fá svipað marga miða en restin verður fyllt af hlutlausum knattspyrnuaðdáendum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Fyrrum leikmaður Arsenal gagnrýnir þá sem dæmdu Gyokores eftir fyrsta leik

Fyrrum leikmaður Arsenal gagnrýnir þá sem dæmdu Gyokores eftir fyrsta leik
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Gummi Ben kom Hjörvari verulega á óvart í beinni útsendingu – Fékk gjöf frá manninum sem hann hefur gagnrýnt mest

Gummi Ben kom Hjörvari verulega á óvart í beinni útsendingu – Fékk gjöf frá manninum sem hann hefur gagnrýnt mest
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Útskýrir af hverju hann kvaddi Liverpool og tók óvænt skref í sumar

Útskýrir af hverju hann kvaddi Liverpool og tók óvænt skref í sumar
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Sjáðu fyrsta mark Gyokores fyrir Arsenal

Sjáðu fyrsta mark Gyokores fyrir Arsenal
433Sport
Í gær

Sá yngsti í sögu félagsins til að leggja upp

Sá yngsti í sögu félagsins til að leggja upp
433Sport
Í gær

Gæti óvænt tekið hanskana af hillunni og spilað á HM 2026

Gæti óvænt tekið hanskana af hillunni og spilað á HM 2026
433Sport
Í gær

Engin rúta á Emirates í dag: ,,Viljum hræða andstæðinginn“

Engin rúta á Emirates í dag: ,,Viljum hræða andstæðinginn“
433Sport
Í gær

Gætu fengið tvær stjörnur frá Manchester

Gætu fengið tvær stjörnur frá Manchester