Liverpool er komið í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir ótrúlegan leik við lið Barcelona í gær. Leikið var á Anfield en fyrri leiknum lauk með 3-0 sigri Börsunga og var liðið því í frábærri stöðu fyrir leik kvöldsins.
Eitt mark var skorað í fyrri hálfleik í Liverpool en það gerði Belginn Divock Origi fyrir heimamenn á sjöundu mínútu. Í seinni hálfleik fór allt í gang hjá Liverpool og sérstaklega eftir innkomu Georginio Wijnaldum. Wijnaldum skoraði annað mark Liverpool á 54. mínútu með fínu skoti og svo annað stuttu seinna með frábærum skalla. Það var svo Origi sem sá um að tryggja Liverpool áfram en hann skoraði fjórða mark liðsins eftir hornspyrnu.
Stuðningsmenn Liverpool út um allan heim misstu sig í gleðinni í gær eftir að leiknum lauk. Valdimar Víðisson, var einn þeirra, hann er skólastjóri Öldutúnsskóla í Hafnarfirði
Valdimar var markmaður á yngri árum með UMFB (Bolungarvík) og BÍ 88 á Ísafirði. Þótti Valdimar afar efnilegur, kallaður rauðhærða undrið.
Allt var tekið upp á myndband þegar Valdimar fagnaði í gær eins og sjá má hér að neðan.