Við mælum sterklega með því að allir Twitter-notendur fylgi aðgangnum Íslendingavaktin á samskiptamiðlinum.
Þar er fylgst með öllum Íslendingum sem leika knattspyrnu erlendis en við eigum marga atvinnumenn.
Íslendingavaktin birtir reglulega mörkin sem fólkið okkar skorar sem og stoðsendingar og fleira.
Við fengum nokkur íslensk mörk í vikunni og var þá boðið upp á tvær endurkomur.
Kolbeinn Sigþórsson og Emil Hallfreðsson sneru aftur á völlinn sem var frábært að sjá.
Hér má sjá myndbandið umtalaða.
Það helsta frá liðinni viku. pic.twitter.com/Fdz9GmYTdh
— Íslendingavaktin (@Islendingavakt) 6 May 2019