fbpx
Laugardagur 23.ágúst 2025
433Sport

Óli K: Ég hefði átt að taka hann útaf

Victor Pálsson
Mánudaginn 6. maí 2019 21:19

Ólafur Kristjánsson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ólafur Kristjánsson, þjálfari FH, sá sína menn spila við Víking Reykjavík í Pepsi Max-deild karla í kvöld.

Leiknum lauk með 1-1 jafntefli en FH spilaði með tíu menn allan seinni hálfleikinn. Brandur Olsen fékk rautt spjald á 44. mínútu leiksins.

,,Ég tek þessu úr því sem komið var. Í fyrri hálfleik fáum við færi til að skora og við eigum að nýta þau,“ sagði Ólafur við Stöð 2 Sport.

,,Auðvitað hefði ég viljað vinna leikinn rétt eins og Arnar en við nýttum ekki færin og ég verð að taka þessi stig og setja þau í pokann.“

,,Við verjum því sem Víkingar komu með á okkur sem tíu menn og mér fannst við eiga að refsa þeim, við mættum vera skynsamari og vorum að flýta okkur.“

,,Þórður varði vel og hélt þeim svolítið á floti. Rauða spjaldið sem Brandur fékk, ég tek það á mig.“

,,Ég hefði átt að taka hann útaf, skipta honum af velli fyrr. Það var taktur í þessa átt. Hann bauð upp á nokkur nudd brot og fyrra spjaldið var hárrétt.“

,,Ég átti að bregðast fyrr við, ég sendi mann í að hita upp en ég var að vona að hann myndi ekki fara í annað eða þriðja brotið.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

England: Tottenham náði í frábæran sigur á Etihad

England: Tottenham náði í frábæran sigur á Etihad
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Stjóri Brentford um Wissa: ,,Hann skuldar mér“

Stjóri Brentford um Wissa: ,,Hann skuldar mér“
433Sport
Í gær

Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn

Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn
433Sport
Í gær

Sjáðu ótrúlegt mark í bikarúrslitunum

Sjáðu ótrúlegt mark í bikarúrslitunum