fbpx
Sunnudagur 24.ágúst 2025
433Sport

Gylfi gæti fengið glaumgosa til að hjálpa sér: Grétar Rafn sagður hafa verið í Frakklandi

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 6. maí 2019 14:59

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samvæmt fréttum í Frakklandi var Grétar Rafn Steinsson mættur á leik Lyon og Lille í Frakklandi í gær. Grétar er yfirnjósnar Everton í Evrópu. Gylfi Þór Sigurðsson er stjarna Everton.

Með Grétari í för var Marcel Brands, yfirmaður knattspyrnumála hjá Everton. Sagt er að Grétar og Brands hafi verið að skoða tvo leikmenn.

Everton hefur áhuga á Lucas Tousart 22 ára miðjumanni Lyon og Memphid Depay sóknarmanni félagsins.

Depay lék áður með Manchester United, frábær knattspyrnumaður en glaumgosi utan vallar. Hann vill að fólk taki eftir bílunum og fötunum sem hann klæðist.

Eitt sinn var Depay í holu hjá United, hann átti að spila með varaliðinu. Wayne Rooney, þá fyrirliði liðsins ráðlagði honum að mæta eðilega til leiks.

,,Hann gaf mark gegn Stoke á útivelli,“ sagði Rooney og Louis van Gaal, þá þjálfari liðsins skipaði honum að spila með varaliðinu.

,,Ég sagði við hann að þetta yrði erfitt en bað hann að koma ekki í öllu þessu dóti sem vekur athygli.“

,,Varaliðið lék í Altrincham, hann mætti á völlinn á Rolls Royce, í rauðum leðurjakka og með kúrekahatt. Ég hugsaði með mér, hvað er hann að spá?.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

England: Tottenham náði í frábæran sigur á Etihad

England: Tottenham náði í frábæran sigur á Etihad
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Stjóri Brentford um Wissa: ,,Hann skuldar mér“

Stjóri Brentford um Wissa: ,,Hann skuldar mér“
433Sport
Í gær

Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn

Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn
433Sport
Í gær

Sjáðu ótrúlegt mark í bikarúrslitunum

Sjáðu ótrúlegt mark í bikarúrslitunum