CIES Football Observatory, segir að Jadon Sancho leikmaður Borussia Dortmund sé verðmætasti ungi leikmaðurinn, í fótboltanum. Sancho er ungur að árum og hefur slegið í gegn með Dortmund.
Sancho er orðaður við Manchester United en hann hefur stimplað sig inn með enska landsliðinu.
CIES metur Sancho á 128 milljónir punda en Matteo Guendouzi hjá Arsenal er í öðru sæti, hann er metinn á 60 milljónir punda.
CIES metur frammistöðu, aldur, samning leikmanns og fleiri atriði inn í þessar tölur sínar.
Lista um þetta má sjá hér að neðan.
1. Jadon Sancho – £128m
2. Matteo Guendouzi – £60m
3. Nicolo Zaniolo – £57m
4. Kai Havertz – £55m
5. Declan Rice – £54m
6. Gianluigi Donnarumma – £50m
7. Vinicius Junior – £46m
8. Justin Kluivert – £38m
9. Evan N’Dicka – £37m
10. Ryan Sessegnon – £37m