Arnór Sigurðsson hefur búið sér til nafn í knattspyrnuheiminum á skömmum tíma, hann hefur slegið í gegn.
Arnór hefur verið frábær með CSKA Moskvu á sínu fyrsta tímabili, í Rússlandi. Arnór skoraði meðal annars gegn Real Madrid, þar varð hann heimsfrægur.
Ousame Dembele, sóknarmaður Barcelona er byrjaður að fylgja Arnóri á Instagram og hann vekur athygli á því.
,,Takk fyrir þetta vinur..! Bið að heilsa Messi,“ skrifaði Arnór á Twitter, í léttum tón.
Arnór er orðaður við stærri lið í sumar en hann hefur vakið mikla athygli liða á Ítalíu. Arnór er fæddur árið 1999 og er vonarstjarna Íslands í fótbolta.
Takk fyrir þetta vinur..! Bið að heilsa Messi pic.twitter.com/cMyXyD5g60
— Arnór Sigurðsson (@arnorsigurdsson) May 6, 2019