fbpx
Laugardagur 23.ágúst 2025
433Sport

Segir það ófyrirgefanlegt að leikmenn HK og Blika hafi borðað saman fyrir leik: ,,Óli hefði sennilega rotað hann“

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 6. maí 2019 12:33

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

,,Það vakti athygli að leikmenn HK og Breiðabliks voru saman á Gló að borða fyrir leik,“ sagði Hjörvar Hafliðason í Dr. Football, hlaðvarpsþætti sínum í dag.

HK og Breiðablik gerðu 2-2 jafntefli í Pepsi Max-deildinni á laugardag, grannaslagur af bestu gerð. Rígurinn á milli liðanna hefur oft verið mikill.

Það vakti hins vegar athygli að sjá Arnþór Ara Atlason, leikmann HK snæða með Höskuldi Gunnlaugssyni og Viktori Margeirssyni, fjórum tímum fyrir leik. ,,Ég get alveg lofað þér því að ég hefði ekki farið með Gulla Gull á Hlölla hérna 2007,“ sagði Kristján Óli Sigurðsson, sérfræðingur þáttarins og fyrrum leikmaður Breiðabliks eftir leik.

,,Þetta er ófyrirgefanlegt,“ sagði Mikael Nikulásson fyrrum leikmaður HK og hélt áfram. ,,Þetta er íslenskur fótbolti í hnotskurn í dag og íslenskir leikmenn.“

Mikael segir að þetta komi lítið á óvart, en hann hefði ekki séð þetta gerast í gamla daga.

,,Ég sæi ekki alveg Óla Þórðar og Pétur Ormslev á Ask fyrir ÍA – Fram i gamla daga, rétt fyrir leik. Ég sé það ekki alveg fyrir. Óli hefði sennilega rotað hann, ef hann hefði séð hann þar inni.“

,,Ég hélt að lið færu saman að borða fyrir leik í efstu deild, núna fara mótherjarnir saman. Það leiðinlega við þetta, er það að þetta kemur núll á óvart.“

Þátt dagisns má sjá hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

England: Tottenham náði í frábæran sigur á Etihad

England: Tottenham náði í frábæran sigur á Etihad
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Stjóri Brentford um Wissa: ,,Hann skuldar mér“

Stjóri Brentford um Wissa: ,,Hann skuldar mér“
433Sport
Í gær

Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn

Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn
433Sport
Í gær

Sjáðu ótrúlegt mark í bikarúrslitunum

Sjáðu ótrúlegt mark í bikarúrslitunum