Manchester United mun ekki spila í Meistaradeildinni á næstu leiktíð en þetta varð staðfest í gær. United mætti Huddersfield í ensku úrvalsdeildinni og komst yfir með marki frá Scott McTominay snemma leiks.
Isaac Mbenza náði svo að jafna metin fyrir heimamenn á 60. mínútu leiksins og lokastaðan 1-1. Það eru slæmar fréttir fyrir United en liðinu tókst ekki að leggja botnliðið og missir því að Meistaradeildarsæti.
United er með 66 stig í sjötta sæti deildarinnar, fjórum stigum á eftir Tottenham sem situr í því fjórða þegar einn leikur er eftir. United mun því annað hvort hafna í fimmta eða sjötta sæti deildarinnar að þessu sinni.
McTominay sem hefur alist upp hjá félaginu, var í sárum eftir leik. Hann var niðurlútur, félagið er á vondum stað og það særir hann.
McTominay hefur átt fínar frammistöður á tímabilinu og verður i plönum Ole Gunnar Solskjær á næstu leiktíð.
Þetta má sjá í myndbandinu hér að neðan, það er í lok myndbandsins.