fbpx
Laugardagur 23.ágúst 2025
433Sport

Óli Kristjáns í viðtali við Frikka Dór: Hefur verið að hlusta á lögin hans Loga – ,,Það er að halda lagi og takti“

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 6. maí 2019 10:32

Ólafur Kristjánsson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er einn leikur í Pepsi Max-deild karla í kvöld þegar FH heimsækir Víking en leikið er á gervigrasinu í Laugardal. Víkingar bíða eftir því að gervigrasið í Víkinni verði klárt.

Logi Tómasson, leikmaður Víkings vakti athygli í fyrstu umferð deildarinnar þegar hann skoraði, geggjað mark gegn Val. Hann klobbaði tvo og nelgdi boltanum í samskeytin.

Logi er rappari og er þekktur sem Luigi, Ólafur Kristjánsson, þjálfari FH hefur verið að hlusta á Luigi fyrir leikinn.

,,Það er alltaf sekt ef menn fá á sig klobba í reit, við erum með Davíð Viðarsson sem er sonur klobba legendarinnar, Viðars Halldórssonar. Hann var þekktur fyrir að reyna þetta,“ sagði Ólafur Kristjánsson í viðtali við Friðrik Dór á heimasvæði FH á Facebook.

Ólafur leggur ekki neina áherslu á það að stoppa klobbana hans Loga en hrósar tónlist hans.

,,Það er ekki nein áhersla á að stoppa þetta bragð Loga, það er búið að vera gaman að fylgjast með honum í vikunni. Yngri mennirnir í þjálfarateyminu, hafa leyft mér að heyra lögin hans. Hann er lagviss, maður hefur séð það að textarnir þurfa ekki alltaf að vera djúpir. Það er að halda lagi og takti.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

England: Tottenham náði í frábæran sigur á Etihad

England: Tottenham náði í frábæran sigur á Etihad
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Stjóri Brentford um Wissa: ,,Hann skuldar mér“

Stjóri Brentford um Wissa: ,,Hann skuldar mér“
433Sport
Í gær

Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn

Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn
433Sport
Í gær

Sjáðu ótrúlegt mark í bikarúrslitunum

Sjáðu ótrúlegt mark í bikarúrslitunum