Mohamed Salah þurfti að yfirgefa völlinn í kvöld er Liverpool mætti Newcastle í ensku úrvalsdeildinni.
Salah fékk höfuðhögg í síðari hálfleik en hann lenti í árekstri við Martin Dubravka, markvörð Newcastle.
Sjúkrabörur þurftu að bera Salah af velli og kom hetjan Divock Origi inná í hans stað en hann skoraði síðar sigurmarkið í 3-2 sigri.
Samkvæmt Sky Sports þurfti Salah ekki að fara á spítala eftir höggið og gat horft á síðustu mínútur leiksins.
Salah sá Liverpool vinna leikinn í sjónvarpi á vellinum og ljóst að meiðslin eru ekki eins alvarleg og í fyrstu var talið.
Það er þó alls ekki víst að Salah verði klár er Liverpool mætir Barcelona í Meistaradeildinni í næstu viku.