fbpx
Mánudagur 01.desember 2025
433Sport

Hötuðu Arnar og vildu drepa hann: ,,Ég heyrði bara tékknensku í kringum mig hægri, vinstri“

433
Sunnudaginn 5. maí 2019 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hlaðvarpsþátturinn, 90 mínútur heldur áfram á fullu fjöri en um er að ræða þátt sem Hörður Snævar Jónsson, ritstjóri 433.is stýrir.

Þátturinn hefur notið mikilla vinsælda en afar áhugaverðir gestir hafa komið í þáttinn.

Gestur þáttarins að þessu sinni er Arnar Þór Viðarsson sem átti magnaðan feril sem atvinnumaður, hann var elskaður og dáður hjá þeim félögum sem hann lék fyrir.

Arnar hefur búið erlendis í 22 ár en er mættur aftur heim. Hann er nú þjálfari U21 árs landsliðsins og var í vikunni ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá KSÍ.

Það voru nokkrir tékknenskir landsliðsmenn með Arnari í liði hjá Lokeren í Belgíu en hann samdi við félagið árið 1997 og lék með liðinu til 2006.

Arnar er hörkutól og hann lét ávallt finna fyrir sér á æfingum, eitthvað sem sumum líkaði ekki nógu vel við.

,,Það var ekki bara Jan Koller það voru tveir aðrir. Þetta er áður en að Addi, Rúni og Auðun koma,“ sagði

,,Það voru nokkrir Tékkar í þessu liði. Martin Penicka, Vaclav Budka og Roman Vonasek. Þeir voru tékknenskir landsliðsmenn.“

,,Ég man eftir fyrstu æfingunni hjá aðalliðinu þá lenti ég í reit með þessum fjórum og einhverjum einum öðrum, fjórir á tvo.“

,,Ég var inni í reit og ég var alveg á því að ég ætlaði að standa mig. Ég byrja á því, Roman Vonasek var á þeim tíma landsliðsmaður, Jan Koller ekki ennþá.“

,,Ég byrja á því að bomba Vonasek niður í þessum reit og það verður allt vitlaust.“

Eftir þessa tæklingu Arnars varð allt brjálað og ætluðu þremenningarnir að ‘drepa Arnar’ en hann tók því og hélt áfram sama striki.

,,Ég heyri bara tékknensku í kringum mig hægri, vinstri og þeir eru þá bara að gera samning: ‘heyrðu þessi gaur verður tekinn og bombaður niður núna’ – svo gerist það tveimur mínútum seinna.“

,,Penicka hann fer í ökklann á mér og ég fór aftur í næsta, tók þá Koller. Ég fékk það svo aftur.“

,,Vonasek sagði við mig 2-3 mánuðum seinna í matarboði hjá klúbbnum þar sem menn fengu sér öl: ‘Addi, við hötuðum þig fyrstu vikurnar, við gjörsamlega hötuðum þig, við ætluðum að drepa þig en það bara heppnaðiast ekkert, þú komst alltaf aftur og aftur. Eftir sex vikur sögðum við við hvorn annan að við ætluðum bara að láta þig vera!’

,,Þetta var skemmtilegur tími áður en strákarnir komu. Þessir Tékkar voru skemmtilegar týpur.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Lét gelda sig til að þurfa ekki að horfa á sama barnaefnið í fimmta sinn

Lét gelda sig til að þurfa ekki að horfa á sama barnaefnið í fimmta sinn
433Sport
Í gær

Halldór útskýrir nánar ummæli sín sem vöktu gríðarlega athygli – „Svo er það sett saman á einhvern hátt og þá er auðvelt að klippa þetta út“

Halldór útskýrir nánar ummæli sín sem vöktu gríðarlega athygli – „Svo er það sett saman á einhvern hátt og þá er auðvelt að klippa þetta út“
433Sport
Fyrir 2 dögum

City ætlar að slást við Arsenal og Real Madrid um næstu stjörnu Spánar

City ætlar að slást við Arsenal og Real Madrid um næstu stjörnu Spánar
433Sport
Fyrir 2 dögum

Arsenal og United fá að vita af verðmiða sem gæti fælt þau frá

Arsenal og United fá að vita af verðmiða sem gæti fælt þau frá
433Sport
Fyrir 2 dögum

Fyrrum leikmaður Liverpool útilokar ekki að félagið láni Wirtz frá sér í janúar

Fyrrum leikmaður Liverpool útilokar ekki að félagið láni Wirtz frá sér í janúar
433Sport
Fyrir 2 dögum

Frábær tíðindi hjá Chelsea fyrir stórleik helgarinnar

Frábær tíðindi hjá Chelsea fyrir stórleik helgarinnar