Newcastle 2-3 Liverpool
0-1 Virgil van Dijk(13′)
1-1 Christian Atsu(20′)
1-2 Mo Salah(28′)
2-2 Salomon Rondon(54′)
2-3 Divock Origi(86′)
Liverpool vann gríðarlega mikilvægan sigur í ensku úrvalsdeildinni í dag er liðið mætti Newcastle.
Það var boðið upp á frábæra skemmtun á St. James’ Park en Liverpool vann að lokum dramatískan sigur.
Liverpool komst tvisvar yfir í leiknum í fyrri hálfleik en í bæði skiptin jöfnuðu heimamenn.
Það var svo Divock Origi sem tryggði Liverpool stigin þrjú með marki á 86. mínútu og skaut liðinu á toppinn.
Liverpool er tveimur stigum á undan Manchester City sem á þó leik til góða.