Leifur Andri Leifsson, leikmaður HK, var súr á svip í kvöld eftir 2-2 jafntefli liðsins við Breiðablik í Kórnum.
HK var með 2-0 forystu þegar örfáar mínútur voru eftir en Blikum tókst að jafna í 2-2 í blálokin.
Leifur var að vonum fúll eftir þessi úrslit og segir að hans menn hafi átt skilið mun meira úr leiknum.
,,Ekki það að það sé aðalatriðið, hann var líka á ferð held ég,“ sagði Leifur um aukaspyrnuna sem Blikar fengu undir lokin en hún var tekin á vitlausum stað fyrir jöfnunarmarkið.
,,Við áttum bara að gera betur, við vorum með leikinn í höndunum og yfirspiluðum þá í fyrri hálfleik. Við skoruðum tvö mörk snemma og féllum svo of mikið.“
,,Við þurfum að halda einbeitingunni í 90 mínútur plús mínútur til að klára lið eins og Breiðablik.“
,,Ég held að við höfum komið fólki á óvart í dag en við vitum að við erum góðir. Við eigum að vera betur og klára svona leiki.“
,,Ég er bjálaður ef ég á að segja eins og er. Við áttum skilið þrjú stig skilið í dag og ég held að Blikarnir viti það líka.“