HK 2-2 Breiðablik
1-0 Ásgeir Marteinsson(46′)
2-0 Björn Berg Bryde(50′)
2-1 Thomas Mikkelsen(87′)
2-2 Viktor Örn Margeirsson(94′)
HK var hársbreidd frá því að vinna sigur í Pepsi-deild karla í kvöld er liðið mætti Breiðablik í annarri umferð.
Grannaslagur dagsins fór fram í Kórnum og voru það heimamenn í rauðu og hvítu sem skoruðu fyrstu tvö mörk leiksins.
Staðan var markalaus eftir fyrri hálfleik en snemma í þeim seinni þá dró til tíðinda.
Ásgeir Marteinsson skoraði fyrra mark HK á 46. mínútu og stuttu seinna bætti Björn Berg Bryde við öðru.
Thomas Mikkelsen lagaði stöðuna fyrir Blika á 88. mínútu leiksins en útlit fyrir að markið kæmi of seint.
Viktor Örn Margeirsson jafnaði svo hins vegar metin fyrir þá grænu á 94. mínútu leiksins og lokastaðan 2-2 eftir rosalega dramatík.