fbpx
Laugardagur 23.ágúst 2025
433Sport

Ótrúlegur leikur í Kórnum: Blikar fengu stig eftir mikla dramatík

Victor Pálsson
Laugardaginn 4. maí 2019 17:57

Viktor var hetjan í dag.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

HK 2-2 Breiðablik
1-0 Ásgeir Marteinsson(46′)
2-0 Björn Berg Bryde(50′)
2-1 Thomas Mikkelsen(87′)
2-2 Viktor Örn Margeirsson(94′)

HK var hársbreidd frá því að vinna sigur í Pepsi-deild karla í kvöld er liðið mætti Breiðablik í annarri umferð.

Grannaslagur dagsins fór fram í Kórnum og voru það heimamenn í rauðu og hvítu sem skoruðu fyrstu tvö mörk leiksins.

Staðan var markalaus eftir fyrri hálfleik en snemma í þeim seinni þá dró til tíðinda.

Ásgeir Marteinsson skoraði fyrra mark HK á 46. mínútu og stuttu seinna bætti Björn Berg Bryde við öðru.

Thomas Mikkelsen lagaði stöðuna fyrir Blika á 88. mínútu leiksins en útlit fyrir að markið kæmi of seint.

Viktor Örn Margeirsson jafnaði svo hins vegar metin fyrir þá grænu á 94. mínútu leiksins og lokastaðan 2-2 eftir rosalega dramatík.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn

Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Sjáðu ótrúlegt mark í bikarúrslitunum

Sjáðu ótrúlegt mark í bikarúrslitunum
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Líkur á að Nuno verði rekinn – Er óhress og Ange er nefndur til sögunnar

Líkur á að Nuno verði rekinn – Er óhress og Ange er nefndur til sögunnar
433Sport
Í gær

Tilbúnir að borga það sem United vill en Antony er ekki sannfærður

Tilbúnir að borga það sem United vill en Antony er ekki sannfærður