Kolbeinn Sigþórsson lék fyrsta leik sinn fyrir AIK í sigri á Eskilstuna í sænsku úrvalsdeildinni í dag.
Mánuður er síðan að Kolbeinn gekk í raðir félagsins, hann lék 25 mínútur.
Þetta eru frábær tíðindi fyrir Kolbein sem hefur upplifað þrjú erfið ár innan vallar.
Kolbeinn og félagar unnu 2-1 sigur en Kolbeinn gæti nú nýst íslenska landsliðinu á nýjan leik.