Lionel Messi, leikmaður Barcelona á Spáni, er launahæsti knattspyrnumaður heims um þessar mundir.
Þetta kemur fram í árlegum lista L’Equipe í Frakklandi en þar er birt nöfn tíu launahæstu leikmanna heims.
Það kemur kannski einhverjum á óvart að Messi er með mun hærri laun en Cristiano Ronaldo, leikmaður Juventus.
Skoðað er mánaðarleg laun hvers og eins leikmanns og þénar Messi 7,3 milljónir punda fyrir sín störf.
Aðeins tveir leikmenn í ensku úrvalsdeildinni komast á lista en það eru þeir Mesut Özil hjá Arsenal og Alexis Sanchez hjá Manchester United.
Listann má sjá hér.
10. Mesut Özil (Arsenal) – 1,4 milljónir punda á mánuði
9. Kylian Mbappe (PSG) – 1,5 milljónir punda á mánuði
8. Alexis Sanchez (Manchester United) – 1,99 milljónir punda á mánuði
7. Philippe Coutinho (Barcelona) – 2 milljónir punda á mánuði
6. Gareth Bale (Real Madrid) – 2,2 milljónir punda á mánuði
5. Luis Suarez (Barcelona) – 2,5 milljónir punda á mánuði
4. Neymar (PSG) – 2,7 milljónir punda á mánuði
3. Antoine Griezmann (Atletico Madrid) – 2,9 milljónir punda á mánuði
2. Cristiano Ronaldo (Juventus) – 4,1 milljón punda á mánuði
1. Lionel Messi (Barcelona) – 7,3 milljónir punda á mánuði