Davíð Þór Viðarsson er að snúa aftur í lið FH eftir meiðsli en hnémeiðsli hafa verið að hrjá hann.
Davíð hefur lengi verið einn allra mikilvægasti leikmaður FH en meiddist áður en tímabilið í sumar hófst.
Miðjumaðurinn segir að líðan sé ágæt þessa stundina en veit að hann þarf að hafa fyrir því til að komast aftur í byrjunarliðið eftir fína byrjun FH í sumar.
,,Hnéð á mér er ágætt. Ég missti úr sex eða sjö vikur þannig að formið er ekkert frábært,“ sagði Davíð.
,,Það var flott að fá þessar mínútur gegn vel en vonandi á næstu vikum þá verður maður klár að spila heila leiki, svo þarf ég að koma mér í liðið líka sem verður ekki auðvelt!“
,,Ég var búinn að koma sjálfum mér í mjög gott stand og það er svekkjandi að lenda í þessu, ég hef aldrei verið í vandræðum með hnéð á mér áður.“
,,Þetta er einhver brjósk skemmd í hnénu. Ég kann ekki að segja nógu vel frá því, vonandi þarf ég ekki að fara í aðgerð. Ég er búinn að fá tvær sprautur sem vonandi duga út tímabilið.“
Nánar er rætt við Davíð um ýmislegt hér fyrir neðan.