Knattspyrnumaðurinn Yago Pikachu kom sér heldur betur í vesen í gær er hann hitti aðdáendur sína á flugvelli í Brasilíu.
Pikachu er mjög þekktur leikmaður í Brasilíu en hann á að baki 166 leiki fyrir Vasco da Gama.
Hann gekk í raðir félagsins árið 2016 og hefur síðan þá verið fastamaður. Hann lék áður með liði Paysandu.
Pikachu er 26 ára gamall en hann lenti á flugvelli ásamt liðsfélögum sínum fyrir leik gegn risaliði Corinthians.
Pikachu á von á refsingu frá brasilíska knattspyrnusambandinu eftir að hafa kýlt stuðningsmann beint í andlitið eftir lendingu.
Það er óvíst að svo stöddu af hverju Pikachu réðst að stuðningsmanninum en hann hefur sjálfur beðist afsökunar.
Myndband af atvikinu má sjá hér.
EITA! Ainda no aeroporto na chegada da delegação do Vasco em Manaus, torcedores hostilizam Yago Pikachu,que revida o ato imediatamente com um soco.
Crédito: Orleilson Cruz pic.twitter.com/qMjOHE4lqT
— Esporte Interativo (@Esp_Interativo) 3 May 2019