Everton heldur áfram góðu gengi sínu en liðið vann afar sannfærandi sigur á Burnley í ensku úrvalsdeildinni í kvöld.
Gylfi Þór Sigurðsson var á sínum stað í byrjunarliði Everton en Jóhann Berg Guðmundsson byrjaði sinn fyrsta leik um nokkurt skeið hjá Burnley.
Everton átti sviðið í fyrri hálfleik en Ben Mee skoraði sjálfsmark áður en Seamus Coleman bætti við.
Everton hefði getað skorað miklu fleiri mörk en þar við sat. Burnley gaf aðeins í, í síðari hálfleik en tókst ekki að skora.
Jóhann Berg lék 70 mínútur en Gylfi fór af velli í uppbótartíma.