Ef marka má erlenda fjölmiðla hefur Zinedine Zidane meira en 400 milljónir punda í leikmannakaup í sumar.
Zidane tók aftur við stórveldinu í vetur en hann ætlar sér að smíða nýtt og öflugt lið.
Fyrstur á blaði virðist vera Eden Hazard leikmaður Chelsea sem vill ólmur fara til Madríd.
Þá eru Paul Pogba og Christian Eriksen sterklega orðaðir við félagið.
Minni spámenn eru svo einnig á lista en sagt er að Zidane vilji þessa fimm leikmenn fyrir 460 milljónir punda.