Það er stórlekur í Pepsi deild karla um helgina þegar nágrannaslagur fer fram í Kórnum. Breiðablik heimsækir þá HK í Pepsi Max-deild karla.
Ellefu ár eru liðin frá síðasta leik liðanna í efstu deild í lokaumferð Landsbankadeildarinnar í september 2008 á Kópavogsvelli sem þá var eitt drullusvað. HK-ingar unnu þá viðureign 2:1 með mörkum frá Herði Má Magnússyni og Aaron Palomares. Marel Jóhann Baldvinsson klóraði í bakkan fyrir Blika með marki á 85´.
Vissu þið að síðast þegar við mættum @blikar_is í efstu deild karla þá unnum við 2-1 og @GummiKri fékk rautt spjald fyrir að kasta drullu af vellinum í andlitið á Almir Cosic #Liðfólksins #fotboltinet
— HK (@HK_Kopavogur) May 3, 2019
HK rifjar upp frægt atvik úr síðustu viðureign liðanna þegar Guðmundur Kristjánsson, nú leikmaður FH kastaði drullu í andlitð á Almir Cosic, þá leikmanni HK.
,,Sælla minninga. Það er allavega erfitt fyrir menn að leika það eftir í Kórnum,“ skrifar Guðmunur léttur. Leikurinn á morgun 16:00 í Kórnum og má búast vð fullu húsi.
Sælla minninga. Það er allavega erfitt fyrir menn að leika það eftir í Kórnum. https://t.co/vqveUU49Xl
— Guðmundur Kristjáns (@GummiKri) May 3, 2019