fbpx
Mánudagur 11.ágúst 2025
Eyjan

Vill frekari takmörkun á hámarkshraða hjólreiðarmanna: „Ekki spurning um hvort það verður slys heldur hvenær“

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 3. maí 2019 09:08

Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kolbrún Baldursdóttir, oddviti Flokks fólksins í Reykjavík, lagði til á fundi borgarráðs í gær að settar yrðu hjólreiðareglur um hámarkshraða. Í bókun hennar kemur fram að með hækkandi sól aukist umferð hjólandi, gangandi og hlaupandi og fjölmörg dæmi séu um að hjólreiðarmenn fari sér of geyst:

„Fjölmörg dæmi eru um að hjólreiðamenn hjóla allt of hratt þegar þeir fara fram úr öðrum hjólreiðarmönnum og gangandi vegfarendum. Margir hjólreiðarmenn eru t.d. með hundinn sinn sér við hlið. Dæmi eru um að hjólreiðamenn hafi þotið fram hjá á ca 60 km+. Hvað gerist t.d. ef 80 kg  hjólreiðamaður lendir á fólki eða dýrum á 60 km hraða? Ástandið er þannig víða að það er ekki spurning um hvort það verður slys heldur hvenær,“

segir Kolbrún í bókun sinni.

Hún nefnir sérstaklega staði eins og í kringum Klapparberg og Víðidal, þar sem mjög blint sé að sunnanverðu vegna trjágróðurs:

„Engu að síður hjóla sumir á ógnarhraða og tekur hiklaust fram úr öðrum á ógnarhraða. Ástandið í Víðidal er alvarlegt hvað þetta varðar. Hér verður að grípa til aðgerða með hraðahindrunum, hámarkshraða og að aðskilja keppnishjólreiðar og gangandi vegfarendur.“

Umferðarreglur gilda fyrir alla

Hjólreiðarmenn þurfa að fara eftir almennum umferðarreglum, bæði á umferðargötum sem og á hjólreiðarstígum. Vandinn er að hjólreiðarstígar á Íslandi eru einnig fyrir gangandi vegfarendur og því getur skapast sú hætta sem Kolbrún nefnir, þó svo hjólreiðamenn sem Eyjan talaði við nefni að fátítt sé að ná allt að 60 kílómetra hraða á göngustígum.

Hinsvegar megi vel skoða að aðskilja keppnishjólreiðar, en þá þurfi að setja fjármagn í slíkar lausnir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir Sjálfstæðisflokk og Framsókn hafa gert andstöðu við atkvæðagreiðslur að sérstöku baráttumáli

Segir Sjálfstæðisflokk og Framsókn hafa gert andstöðu við atkvæðagreiðslur að sérstöku baráttumáli
Eyjan
Fyrir 1 viku

Kolla hlustaði á tvo áhyggjufulla Sjálfstæðismenn tala um flokkinn sinn – „Voru þeir að gera nokkuð sem þeim féll greinilega þungt“

Kolla hlustaði á tvo áhyggjufulla Sjálfstæðismenn tala um flokkinn sinn – „Voru þeir að gera nokkuð sem þeim féll greinilega þungt“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Foringi herforingjastjórnarinnar hrósaði Trump sem aflétti þá refsiaðgerðum og tollum gagnvart landinu

Foringi herforingjastjórnarinnar hrósaði Trump sem aflétti þá refsiaðgerðum og tollum gagnvart landinu
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Er samtal svona hættulegt?

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Er samtal svona hættulegt?
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Björn Jón skrifar: Keisarinn veginn á kamrinum

Björn Jón skrifar: Keisarinn veginn á kamrinum
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Sigmundur Ernir skrifar: Við erum enn á móti litasjónvarpi

Sigmundur Ernir skrifar: Við erum enn á móti litasjónvarpi